Orð og tunga - 01.06.2017, Page 64
54 Orð og tunga
forgylla), -heit (t.d. ærligheit), -isti (t.d. júristi), -ferðugt (t.d. siðferðugt)
og -era (t.d. traktera). Af lista Rasks voru valin tvö forskeyti (be- og
an-) og tvö viðskeyti (-heit og -era) til þess að kanna útbreiðslu þeirra
og stöðu í 19. aldar textum. Veturliði G. Óskarsson (2015) hefur
fj allað um sögu og útbreiðslu eins þessara aðskeyta, forskeytisins be-
(ásamt afbrigðinu bí-), og byggði að nokkru leyti á sama efnivið og
hér er gert. Í þessari grein er aft ur á móti fyrst og fremst litið á þessi
aðskeyti í heild og þau notuð sem (einn) mælikvarði á erlend áhrif í
orðaforðanum.
Lýsing Rasks á umræddum tökuaðskeytum vekur m.a. eft irfarandi
spurningar:
1. Hversu algeng voru aðskeytin í íslenskum textum?
2. Komu þau fyrst og fremst fyrir í (hirðuleysislegu)
daglegu máli?
3. Að hve miklu leyti urðu aðskeytin virk í íslenskri orð-
mynd un?
Í ljósi neikvæðra viðhorfa til erlendra máláhrifa á 19. öld, sem áður
hefur verið lýst, er vert að bæta fj órðu spurn ingunni við:
4. Má greina breytingar á tíðni og útbreiðslu aðskeytanna
á tímabilinu?
Hér er þess að gæta að við höfum vitaskuld engan beinan aðgang
að því 19. aldar talmáli sem Rask vísar til („vårdslöst dagligt tal“,
sbr. tilvísun hér á undan) og þar af leiðandi er ekki hægt að svara
annarri spurningunni á óyggjandi hátt. Samanburður á eðlisólíkum
ritmálstextum getur þó gefi ð vísbendingar um þett a atriði og þær
verða að duga úr því sem komið er.
Efniviðurinn, sem rannsóknin byggðist á, voru tvö rafræn texta-
söfn. Annað þeirra geymir blaða- og tímaritatexta6 frá 19. öld (tæp-
6 Textarnir eiga rætur í vef Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Tímarit.is.
Þar eru ljósmyndir og ljóslesnir textar úr (næstum) öllum íslenskum blöðum og
tímaritum frá 19. öld. Textasafnið byggist á ljóslesnum textum af Tímarit.is sem
bókasafnið lét í té til frekari úrvinnslu á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum. Þar voru þeir leiðrétt ir og gengið þannig frá þeim
að þeir hentuðu til málrannsókna í tengslum við ýmis verkefni, þ. á m. rann-
sóknarverkefnið sem þessi grein tengist (sjá nmgr. 1). Um að ferðir við leiðrétt ingu
og frágang íslenskra 19. aldar texta og uppbyggingu gagna safns með slíkum
textum má lesa í grein Ástu Svavarsdótt ur, Sigrúnar Helga dótt ur og Guðrúnar
Kvaran (2014).
tunga_19.indb 54 5.6.2017 20:27:38