Orð og tunga - 01.06.2017, Page 65
Ásta Svavarsdóttir: „annaðhvort með dönskum hala eða höfði“ 55
lega 1,4 milljónir lesmálsorða7), hitt persónuleg einkabréf8 (um 865
þúsund lesmálsorð). Bæði söfnin spanna alla öldina en dreifi ng þeirra
yfi r tímabilið er ekki jöfn því tiltækt efni vex bæði að umfangi og fj öl-
breytni eft ir því sem á líður. Blaðatextar hafa ýmsa kosti sem heim ildir
um mál og málnotkun. Þeir eru fj ölbreytt ir að gerð og innihaldi, eru
ætlaðir breiðum lesendahópi og fjalla einkum um málefni sem snerta
samtímann (sjá t.d. Percy 2012). Þeir eru því dæmi um formlega,
ópersónulega og opinberlega útgefna texta sem eigi að síður standa
almenningi nærri. Einkabréf fólks til vina og vandamanna eru aft ur á
móti dæmi um persónulega texta sem ekki voru ætlaðir til útgáfu og
almennt má ætla að þeir hafi líkst töluðu máli meira en útgefnir textar
(sjá Elspass (2012) og van der Wal og Rutt en (2013) um einkabréf sem
málheimildir). Þótt óvarlegt sé að leggja texta bréfanna og talmál
að jöfnu9 verður hér litið á bréfi n sem eins konar fulltrúa daglegs
máls í samskiptum fólks, „mál nándar“ (e. language of intimacy, þ.
Sprache der Nähe) sem einkennist af því að vera talmálslegt, óformlegt
og óskipulagt (Elspass 2012:157). Samanburði milli blaðasafnsins
(útgefi n blöð og tímarit) og bréfasafnsins (óútgefi n einkabréf) er því
ætlað að endurspegla mun ritmáls og talmáls á 19. öld að svo miklu
leyti sem það er hægt. Munur safnanna tveggja felst líka í því hverjir
skrifuðu textana. Langfl estir þeirra sem skrifuðu í blöð og tímarit voru
fullorðnir, menntaðir karlmenn. Bréfritarar voru aft ur á móti mun
breiðari hópur og bakgrunnur þeirra fj ölbreytilegri. Meðal þeirra
voru bæði konur og karlar, þau voru á ýmsum aldri, bjuggu víða um
land og þjóðfélagsstaða þeirra og menntun var talsvert mismunandi.
4.2.2 Niðurstöður
Í söfnunum fundust samanlagt 363 dæmi um orð með umræddum
aðskeytum. Í heild verður það að teljast lítið í hlutfalli við textamagnið
7 Lesmálsorð (e. running word) er textaeining með bili á undan og eft ir.
8 Bréfasafninu var komið á fót af Haraldi Bernharðssyni og Jóhannesi Gísla Jónssyni
en það hefur síðan verið aukið og endurbætt á vegum verkefnisins sem þessi grein
tengist (sjá nmgr. 1).
9 Sandersen (2003, 2007) rannsakaði bréf óbreytt ra danskra hermanna frá miðri 19.
öld. Hún segir að þess sjáist yfirleitt merki í skrifum lítt menntaðra bréfritara sem
eru óvanir að tjá sig í rituðu máli „enten i form af hyppige talesprogsnedslag eller
ved forekomst af stive skrift sprogsklichéer, oft e begge dele“ (Sandersen 2003:18).
Það þarf því að vera á varðbergi, t.d. gagnvart formúlukenndu orðalagi í bréfunum
sem endurspeglar fyrirmyndir bréfritara (t.d. í gömlum bréfum) fremur en hans
eigið málfar.
tunga_19.indb 55 5.6.2017 20:27:38