Orð og tunga - 01.06.2017, Side 68
58 Orð og tunga
Ef sú tilgáta er rétt þarf ekki að koma á óvart að áhrifi n komi skýrar
fram í blöðum og tímaritum en í óútgefnum einkabréfum.11 Umræður
um mál og málnotkun á 19. öld beindust einkum að ritmáli og þeir
sem skrifuðu texta sem ætlaður var til opinberrar útgáfu voru því
líklegri til að taka tillit til skoðana á málnotkun og málþróun í sínum
skrifum en fólk gerði í einkabréfum til vina og ætt ingja. Höfundar
textanna voru auk þess ólíkir eins og áður segir. Ritstjórar og aðrir
sem skrifuðu í blöð og tímarit voru tiltölulega lítill hópur og margir
þeirra höfðu atvinnu af ritstörfum. Aðallega voru þett a karlar sem
höfðu notið formlegrar skólagöngu og þar með fengið uppfræðslu
um móðurmálið og þjálfun í meðferð ritmálsins. Bréfritarar voru
aft ur á móti mjög blandaður hópur kvenna jafnt sem karla, margir lítt
eða ekki skólagengnir, og búast má við að hugmyndir og fyrirmæli
um æskilega málhegðun hafi síður skilað sér til þeirra.
Hér á undan hefur verið litið á heildarmyndina. Tölulegar niður-
stöður byggðust á dæmafj ölda (e. tokens), ekki fj ölda orða eða orð-
mynda (e. types), og dæmum um öll fj ögur aðskeytin var steypt saman.
Aðskeytin eru hins vegar misalgeng í textunum. Meira en helmingur
dæmanna í heild eru um viðskeytið -era, alls rúmlega 200 dæmi, en
mun færri dæmi eru um hvert hinna aðskeytanna þriggja: an- (22),
-heit (55) og be- (79). Samanlagt eru forskeytin rúmur fj órðungur
dæma, viðskeytin næstum þrír fj órðu. Tíðni viðskeytisins -era má
m.a. rekja til þess að það kemur fyrir í fj ölbreytilegra umhverfi en hin
aðskeytin, fyrst og fremst í sögnum (gratúlera, spássera, traktera o.fl .)
en einnig í lýsingarorðum og nafnorðum sem leidd eru af sögn (t.d.
emall(j)eraður, óasfalteraður; glóserun, kvitt ering). Ekki hefur verið farið
nákvæmlega í saumana á einstökum dæmum en í fl jótu bragði virðast
langfl est orð með umræddum aðskeytum eiga sér beina samsvörun í
dönsku og þau hafa því væntanlega verið tekin upp í heilu lagi. Þar
af leiðandi er óvíst og raunar fremur ólíklegt að þau hafi verið virk í
íslenskri orðmyndun á 19. öld eins og Rask virtist gera ráð fyrir.
11 Svipuð þróun varð í orðaröð í aukasetningum (S3, t.d. „að hann ekki vildi koma“)
sem rakin hefur verið til erlendra áhrifa. Það dró meira úr notkun hennar í
blaðatextum en í einkabréfum á 19. öld (Heimir Freyr van der Feest Viðarsson
2014:10–16). Rannsókn á henni byggðist að verulegu leyti á sama efnivið og notaður
er í þessari rannsókn og höfundur greinarinnar skýrir hana með skírskotun til
vaxandi málstöðlunar líkt og hér er gert.
tunga_19.indb 58 5.6.2017 20:27:38