Orð og tunga - 01.06.2017, Page 69
Ásta Svavarsdóttir: „annaðhvort með dönskum hala eða höfði“ 59
4.3 Orð af erlendum uppruna
4.3.1 Afmörkun og efniviður
Hér verður greint frá rannsókn á umfangi nýlegra aðkomuorða
í íslenskum blöðum á síðasta fjórðungi 19. aldar.12 Hugtakið
„aðkomuorð“ (d. importord) vísar hér til orða af erlendum uppruna í
íslenskum texta óháð því hvort eða að hve miklu leyti þau hafa verið
löguð að íslenskum rithætti og málkerfi. Með „nýleg“ er átt við að
ekki séu heimildir um orðin í íslensku fyrir miðja 19. öld eða þar
um bil.13 Efniviðurinn voru blöð frá árunum 1875 og 1900. Það voru
einkum frétt a- og landsmálablöð með blönduðu efni – innlendum
og erlendum frétt um, greinum um ýmis málefni, frásögnum, aug-
lýs ingum o.fl . – og þau líktust því síðari tíma dagblöðum þótt þau
hafi verið minni og útkoma þeirra strjálli (Gunnar Karlsson 2009:173–
175). Á meðal þeirra voru bæði blöð sem gefi n voru út í Reykjavík og
blöð sem komu út annars staðar á landinu. Ritstjórar blaðanna voru
eink um menntaðir karlar en þó var tveimur blöðum, Kvennablaðinu
og Framsókn, ritstýrt af konum og þeim einkum ætlað að höfða til
kvenna. Valið miðaði þannig að því að tryggja ákveðna fj ölbreytni
innan textategundarinnar.14 Í textasafninu voru fimmtán blöð (titlar),
að jafnaði fjögur tölublöð af hverju, og alls var safnið tæplega 360
þúsund lesmálsorð.
Það setur óhjákvæmilega mark sitt á textasafnið að fl eiri og fj öl-
breytilegri blaðatextar voru gefnir út árið 1900 en 1875 og að mun fl eiri
blöð voru gefi n út í Reykjavík en annars staðar. Þrátt fyrir viðleitni
12 Rannsóknin er hluti verkefnisins „Íslenska við aldahvörf: Erlend máláhrif í lok 19.
og 20. aldar“ sem styrkt var af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands (2010–2012). Hluti
niðurstaðnanna hefur áður verið kynntur í fyrirlestrum en hér birtast þær á prenti
í fyrsta sinn. Rannsókninni var m.a. ætlað að vera til samanburðar við svonefnda
MIN-rannsókn (Moderne importord i språka i Norden) á aðkomuorðum á síðasta
hluta 20. aldar. Efnisval og aðferðir voru því í grundvallaratriðum sniðnar eft ir því
verkefni (sjá t.d. Selback og Sandøy 2007).
13 Einkum var stuðst við ritmálssafn Orðabókar Háskólans til að ákvarða aldur orða
í íslensku.
14 Efniviðurinn var valinn á grundvelli þeirra upplýsinga um blöð frá s.hl. 19. aldar
sem skráðar eru á Tímarit.is. Hjördís Stefánsdótt ir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson
aðstoðuðu við úrvinnslu og greiningu efnisins. Textasafnið, sem notað var í þessari
rannsókn, er hluti stærra safns með textum úr blöðum og tímaritum í verkefninu
„Málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld: tilurð opinbers málstaðals“
(sjá nmgr. 1). Það er því hluti af þeim blaðatextum sem athugun á tökuaðskeytum
(sjá kafl a 4.2) byggðist á.
tunga_19.indb 59 5.6.2017 20:27:39