Orð og tunga - 01.06.2017, Qupperneq 78
68 Orð og tunga
Aðlögun orðanna að íslenskum rithætt i og beygingum er mjög mis-
mikil. Dæmi um orðmyndir, sem eru lítt eða ekki lagaðar að ís lensk-
um ritvenjum, eru t.d. gaasestej, sherry, cheviot og beufcarbonade.19 Í
dæma safninu er líka fj öldi orðmynda sem annaðhvort falla vel að ís-
lensk um rithætt i í sinni upprunalegu mynd, t.d. bitt er, ananas og sort,
eða hafa verið löguð að honum, t.d. róman, buff steik og kúrennur. Þegar
fl eiri en eitt dæmi eru um sama orð koma oft fram tilbrigði í rithætt i
þeirra, t.d. socialisti og sósíalisti; guitar og gítar; chocolade, sjókolade
og sjókólaðe; waterproof og waterprúf; twist og tvist. Í þessu sambandi
verður að hafa í huga að á 19. öld var ritmálið almennt mun minna
staðlað og form leg tilbrigði í rit- og beygingarmyndum orða meiri en
síðar varð, einn ig þegar innlendur orðaforði átt i í hlut. Auk þess voru
bókstafi r, sem nú eru alls ekki hafðir í íslenskum orðum (t.d. c), ekki
sjaldséðir í eldri textum. Sumar lítt aðlagaðar ritmyndir aðkomuorða
hafa því e.t.v. ekki verið eins framandlegar í augum 19. aldar lesenda
og þær þætt u nú.
Staða aðkomuorðanna, t.d. í auglýsingum þar sem þau voru iðu-
lega án setningarsamhengis, veldur því að oft eru litlar vísbendingar
um beygingu þeirra (eða beygingarleysi). Auk þess var bara eitt dæmi
um þorra orðanna og það dugar skammt til að draga ályktanir um
beygingarlega aðlögun þeirra. Af þeim fáu orðum, sem nógar upp-
lýs ingar eru um, má þó ráða að nafnorð bætt u mörg við sig greini,
fengu fl eirtölu með íslenskum endingum og fallbeygðust, a.m.k. að
einhverju marki: humbugistinn; guitarar; illusionir; candídatar, kandí-
dat ana, candídötunum; bazarinn, bazarnum, bazars, bazörum. Dæmi
um lýsingarorð og sagnir voru fá og yfi rleitt bara eitt af hverju orði
svo að þau gefa takmarkaðar vísbendingar um meðferð slíkra orða.
Sagna dæmin voru fl est um nafnhátt sem endaði á -a eins og íslenskar
sagnir almennt, t.d. kolorera. Eitt dæmi var líka um þátíðarmynd:
skandalíseruðu. Þess má geta að allar aðkomusagnirnar í textunum
hafa viðskeytið -era (sjá um það í kafl a 4.2). Flest lýsingarorðin höfðu
við skeytin -ískur og -(er)aður eða voru samsett með íslenskan síðari
lið, t.d. cromgult, og þau beygðust samkvæmt því. Önnur lýsingarorð
voru örfá og þau virðast hafa verið óbeygð.
Að lokum skal gerð lausleg grein fyrir merkingarlegum einkenn-
um orðanna. Eins og fram hefur komið voru nafnorð langfyrirferðar-
mest í dæmunum. Mörg þeirra voru e.k. heiti, ekki síst á ýmiss
19 Þessi dæmi og önnur sem sýna misvel aðlagaðar myndir aðkomuorða eru hér birt
stafrétt eft ir frumtextanum að öðru leyti en því að í sumum þeirra hefur stórum
upphafsstaf verið breytt í lítinn.
tunga_19.indb 68 5.6.2017 20:27:42