Orð og tunga - 01.06.2017, Síða 82
72 Orð og tunga
svara ágætlega til þeirra einkenna sem skilgreina 1. þrepið – einungis
inntaksorð fengin að láni, einkum nafnorð, og eingöngu orð sem falla
utan grunnorðaforðans. Á 2. þrepi er gert ráð fyrir láni á kerfi sorðum,
eins og t.d. samtengingum, en engin erlend orð af því tagi komu
fyrir í textasöfnunum. Rannsóknirnar, sem kynntar voru í greininni,
beindust einungis að orðaforðanum en erlend áhrif geta vitaskuld líka
komið fram á öðrum sviðum málsins. Viðmiðunarskali Thomason og
Kaufman gerir ekki ráð fyrir teljandi áhrifum á málkerfi ð fyrr en á efri
þrepum. Sé það rétt ályktað að íslenska hafi á 19. öld verið á neðsta
þrepi hans, hugsanlega á því næstneðsta þegar leið á öldina, mætt i
því búast við að málkerfi slegra áhrifa hafi ekki gætt í málinu. Heimir
Freyr van der Feest Viðarsson (2014, 2016) hefur reyndar sýnt fram á að
hlutdeild tiltekinnar orðaraðar í aukasetningum (S3, t.d. „að hann ekki
hafi komið“), sem rekja má til erlendra áhrifa, er allnokkur í 19. aldar
textum og þótt verulega dragi úr henni í blaðatextum helst hlutfall
hennar nokkuð stöðugt í bréfum alla öldina. Þar má því greina áhrif
í setningagerð rétt eins og í orðaforða. Eitt og sér dugir þett a þó varla
til að skipa 19. aldar íslensku á 2. þrep skalans enda segir Thomason
(2001:69): „nonbasic vocabulary items are the easiest to borrow [...]
and syntactic features (such as word order) are the next easiest things
to borrow“. Það hnígur því fl est að þeirri meginniðurstöðu að erlend
áhrif á íslenskt 19. aldar mál hafi verið takmörkuð og ekki rist mjög
djúpt, öfugt við það sem sumir samtímamenn héldu fram.
6 Heimildir
Alda B. Möller. 2017. Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla 1806–1846 og á
fyrstu árum Reykjavíkurskóla. Orð og tunga 19:1–40.
Auður Hauksdótt ir. 2001. Lærerens strategier – elevernes dansk. Dansk som frem-
medsprog i Island. Kaupmannahöfn: Nordisk Ministerråd.
Auður Hauksdótt ir. 2011. Danske minder i Island. Om mødet mellem dansk
og islandsk kultur. Danske studier – tidsskrift for dansk sprog, studier og folke-
minder 2011:5-49.
Auður Hauksdótt ir. 2016. Björguðu Danir íslenskunni? Um tengsl dönsku
og íslensku á átjándu öld. Skírnir 190:420–457.
Ármann á Alþingi = Ármann á Alþingi eda almennur Fundur Íslendinga.
1829–1832. Ársrit fyrir búhølda og bændafólk á Islandi. Útg. Þorgeir
Guðmundsson og Baldvin Einarsson. Kaupmannahöfn.
Ásta Svavarsdóttir, Sigrún Helgadóttir og Guðrún Kvaran. 2014. Language
resources for early Modern Icelandic. Proceedings of Language Resources
tunga_19.indb 72 5.6.2017 20:27:42