Orð og tunga - 01.06.2017, Page 88
78 Orð og tunga
Hvers konar íslensku átt i að nota í ræðu og riti á opinberum vett vangi?
Hvers konar íslensku átt i að kenna í skólum? Alls staðar þar sem
ein hvern málfarsbreytileika var að fi nna þurft i að taka afstöðu til
ólíkra mynda. Átt i að nota þett a framburðarafb rigði eða hitt ? Var
þessi beyging góð og gild eða átti að nota einhverja aðra? Kennar-
ar, kennslu bókahöfundar, rithöfundar, ritstjórar, embætt ismenn og
stjórn mála menn þurft u að taka afstöðu til þessara spurninga þegar
þeir töluðu og skrifuðu.
Smám saman mótuðust hugmyndir um hvaða málafb rigði skyldi
nota og hver skyldi varast; smátt og smátt varð til málstaðall fyrir
ís lensku. Hér lék æðsta menntastofnunin í landinu, Bessastaðaskóli,
mikil vægt hlutverk því að þar var íslenska föst kennslugrein frá upphafi
(1805) enda þótt skólinn heyrði undir danska skólastjórnarráðið
eins og Alda B. Möller (2014) hefur rakið. Höfundar kennslubóka í
íslensku lögðu línurnar í sínum bókum eins og Atli Jóhannsson (2015)
hefur lýst og sömuleiðis voru ritstjórar áhrifamiklir og aðrir þeir sem
mest fengust við íslenskt ritmál á opinberum vett vangi, í bókum,
tíma ritum og blöðum en gott yfi rlit um þett a er að fi nna í skrifum
Kjartans G. Ott óssonar (1987, 1990, 2005). Enginn vafi getur leikið á
því að ritmál sem náði mikilli útbreiðslu hafði veruleg áhrif á mótun
mál staðalsins.
Piltur og stúlka eft ir Jón Thoroddsen kom út 1850, fyrst skáldsagna
á íslensku, og átt i eft ir að hafa mikil áhrif á íslenska skáldsagnagerð
(Matt hías V. Sæmundsson 1996:533–541). Hún naut mikilla vinsælda
og lifa sögupersónur á borð við Gróu á Leiti enn með þjóðinni eins
og orðið gróusaga vitnar um (Steingrímur J. Þorsteinsson 1943, 2:343).
Söguburður Gróu í Pilti og stúlku hefur þó síst þótt eftirbreytniverður
og má hafa það til marks um áhrif skáldsögunnar að sögupersónan
á vafalaust stóran þátt í því að vinsældir kvenmannsnafnsins Gróa
dvín uðu eft ir að hún kom út (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson
frá Arnarvatni 1991:20, 254–255). Piltur og stúlka var gefi n út aft ur árið
1867. Þá hafði höfundurinn aukið inn í söguna svolitlu efni en jafn-
framt höfðu breytingar verið gerðar á stafsetningu og orðmyndum.
Mikilvægi skáldsögunnar Pilts og stúlku fyrir mótun íslensks mál-
staðals á nítjándu öld er því eiginlega tvíþætt :
tunga_19.indb 78 5.6.2017 20:27:43