Orð og tunga - 01.06.2017, Síða 91
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 81
(1833–1879); þau eignuðust alls átt a börn en af þeim komust fj órir
synir til fullorðinsára. Sumarið 1855 fl utt ust þau Kristín að Haga á
Barða strönd en fl jótlega eft ir að Jóni var veitt Borgarfj arðarsýsla 1861
fl utt ust þau að Leirá í Leirársveit. Jón var sýslumaður Borgfirðinga
með aðsetur að Leirá til dauðadags, 8. mars 1868.
Varðveitt eru þrjú skáldverk eða sögubrot með hendi Jóns Thor-
oddsens önnur en Piltur og stúlka. Dálítil ferðasaga birtist í Norðurfara
1848 sem Jón gaf út ásamt Gísla Brynjúlfssyni. Í Lbs. 2093 4to (38 bls.) er
nafnlaust sögubrot í eiginhandarriti Jóns, líklega frá 1854. Skáldsagan
Maður og kona er ófullgerð í ÍB 346 b 4to með þremur rithöndum og
er minnst með hendi Jóns sjálfs; hún var prentuð 1876, átt a árum eft ir
andlát Jóns. Kvæði Jóns birtust í tímaritum, gamanríman Veiðiför kom
út 1865 en kvæðasafn sem hann tók sjálfur saman kom út eft ir hans
dag, 1871.
2.2 Í félagi við höfuðsmiði íslenskrar málstefnu
Jón Thoroddsen hefur fengið bestu menntun sem völ var á. Undir-
bún ings nám hjá séra Sigurði Jónssyni á Hrafnseyri og Sveinbirni
Egils syni, sem var einn af fremstu norrænufræðingum þess tíma,
hefur verið traustur grunnur undir frekara nám í Bessastaðaskóla
þar sem Jón sat á skólabekk með mörgum af landsins bestu sonum.
Bessastaðaskóli var á þeim tíma æðsta menntastofnun landsins og
hafði mikil áhrif á mótun íslensks málstaðals (sjá um Bessastaðaskóla
hjá Kjartani G. Ott óssyni 1990:61–65 og Öldu B. Möller 2014).
Á Kaupmannahafnarárunum, fyrst 1841–1850 og svo aft ur 1853–
1854, hefur Jón umgengist marga þeirra íslensku menntamanna
sem hvað áhrifamestir voru í umræðu um íslenskt mál á þeim tíma.
Um leið og hann sett ist á skólabekk í Kaupmannahöfn gekk hann í
Hafnardeild Hins íslenska bókmenntafélags; hann tók og þátt í stjórn-
mála um ræðunni í Kaupmannahöfn og fylgdi Jóni Sigurðssyni að
mál um. Hann gekk í Fjölnisfélagið 1847 ásamt Benedikt Gröndal og
Gísla Brynjúlfssyni og var virkur í félaginu. Í gögnum félagsins má sjá
að einn félagsfundanna var haldinn 27. maí 1847 heima hjá Brynjólfi
Péturssyni og hann sátu auk Brynjólfs Jón Thoroddsen, Benedikt
Grön dal, Gísli Thorarensen, Halldór Kr. Friðriksson og Konráð Gísla-
son. Fyrsta útgefna kvæði Jóns, Kveðja, birtist síðan í síðasta árgangi
Fjölnis (Aðalgeir Kristjánsson 1999:271, 316–317, 322, 329). Jón hefur
líklega kynnst málfræðingnum Halldóri Kr. Friðrikssyni (1819–1902)
þegar í Bessastaðaskóla, en þeir voru samtíða í Kaupmannahöfn um
tunga_19.indb 81 5.6.2017 20:27:44