Orð og tunga - 01.06.2017, Page 92
82 Orð og tunga
ára bil. Halldór var síðar íslenskukennari við Lærða skólann í nær-
fellt hálfa öld (1848–1895) og höfundur mikilvægra kennslubóka í
íslenskri málfræði og rétt ritun. Eitt hvað slett ist þó upp á vinskapinn
eft ir að þeir komu heim frá Kaupmannahöfn, meðal annars út af
fj árkláðamálinu (Páll Eggert Ólason 1948–1952, 2:253–254; Aðalgeir
Kristjánsson 1999:335–337; Már Jónsson 2016b:55).
Jón Thoroddsen, Gísli Brynjúlfsson og Benedikt Gröndal tóku
sig saman um það í febrúar 1848 að gefa út tímaritið Norðurfara,
„skáld-skapartímarit, sem við sjálfi r gætum frjálslega ráðið stefnunni
á óbugaðir af öllum eldri mönnum“ eins og Gísli lýsti því í dagbók
sinni 27. febrúar 1848 (Gísli Brynjúlfsson 1952:120; sjá líka Aðalgeir
Kristj ánsson 1986). Í formála Norðurfara (1848, bls. v) kemur fram að
með honum verði leitast við að fylla það skarð sem Fjölnir skildi eft ir
sig en hann kom síðast út 1847. Benedikt sinnaðist þó við þá félaga
sína (einkum Gísla) snemma í undirbúningsvinnunni og gekk frá öllu
saman eins og hann lýsir í Dægradvöl (Benedikt Gröndal 2014:201).
Jón og Gísli héldu þó ótrauðir áfram og gáfu saman út tvo árganga af
Norðurfara, 1848 og 1849. Gísli getur í dagbók sinni um prófarkalestur
þeirra félaga á Norðurfara en af dagbókinni verður einnig ráðið að
þeir (eða að minnsta kosti Gísli) hafi umgengist bæði Jón Sigurðsson
og Konráð Gíslason á meðan á þeirri vinnu stóð (Gísli Brynjúlfsson
1952:133–134, 138, 141–142, 144). Í formála Norðurfara (1848, bls. vi–
vii) segja þeir félagar um stafsetninguna:
Hvað rithætt inum viðvíkur, þá hefur oss aldrei verið kennd
nein rjett ritan á íslenzku í skóla, en vjer höfum að því leiti sem
vjer höfum getað viljað fylgja rjett ritan Hr. Konráðs Gísla-
sonar, því oss fi nnst hún sjálfri sjer samþykkust …
Gísli Brynjúlfsson (1827–1888) hafði og verið í Bessastaðaskóla (1841–
1845), nam síðar málfræði við Hafnarháskóla (en lauk reyndar ekki
prófi ), var styrkþegi Árnasafns 1848–1874 og loks dósent í íslenskum
fræð um við Hafnarháskóla frá 1874 til æviloka (Páll Eggert Ólason
1948–1952, 2:45–46, Aðalgeir Kristjánsson 1999:358–366). Gísli gaf
út Tristrams sögu (1851 og 1878) og unni mjög fornum fræðum eins
og kveðskapur hans sýnir glögglega. Eiríkur Hreinn Finnbogason
(1952:15) segir að af „þessari miklu fornaldarhrifningu gerðist Gísli
með aldrinum fornyrtastur og fornkveðnastur íslenzkra skálda á
síðustu öld [þ.e. nítjándu öld]“. Jón og Gísli hafa efl aust skipst á skoð-
un um um skáldskap, þar á meðal um Pilt og stúlku, eins og ráða má af
tunga_19.indb 82 5.6.2017 20:27:44