Orð og tunga - 01.06.2017, Page 93

Orð og tunga - 01.06.2017, Page 93
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 83 bréfi sem Jón skrifar Gísla úr Flatey 1851 (bréf 1851-02-06; staf setning samræmd hér; sbr. útg. Más Jónssonar 2016a:118–121): Það álít ég eitt af vinarmerkjum þínum að þú hefur sagt mér kosti og löst á Pilt og stúlku. Þú hefur ekki sagt annað en það, sem ég fi nn að er satt , að nokkuð er nýtt í því kveri, en fl eira ábótavant, og hið sama veit ég að þú munir segja þó þú á prenti minnist á þett a ómerkilega rit. Vinátta Jóns Thoroddsens og Gísla Brynjúlfssonar entist meðan báðir lifðu eins og sjá má af bréfum Jóns til Gísla í NKS 3263 4to í Konung- legu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn (sjá bréfaskrá hér á eftir). Jafnframt útgáfu Norðurfara og samningu Pilts og stúlku gaf Jón út kvæðasafnið Snót með Gísla Magnússyni. Þar höfðu þeir félagar safnað á eina bók ljóðmælum eftir íslenska höfunda frá síðari tímum og var safnið prentað í Kaupmannahöfn 1850 (sama ár og Piltur og stúlka). Snót varð feiknarlega vinsæl, seldist fl jótt upp og gáfu þeir safnið út aft ur mikið aukið í Reykjavík 1865 (tveimur árum áður en önnur útgáfa Pilts og stúlku kom út); 3. útgáfa kom svo 1877 eft ir dag Jóns. Gísli Magnússon (1816–1878) varð stúdent úr Bessastaðaskóla 1839 (og hefur því verið samtíða Jóni þar tvo vetur) og las síðan málfræði við Kaupmannahafnarháskóla en lauk aldrei prófi . Hann kenndi við Bessastaðaskóla 1845–1846 í fjarveru Sveinbjarnar Egilssonar, en var aft ur í Kaupmannahöfn 1847–1850. Í Kaupmannahöfn vann Gísli að (forn)íslenskri-enskri orðabók Richards Cleasbys, var forseti Fjölnis félagsins um tíma og sat í stafsetningarnefndum félagsins ásamt Konráði Gíslasyni, Brynjólfi Péturssyni, Brynjólfi Snorrasyni og Halldóri Kr. Friðrikssyni. Þá var Gísli ábyrgðarmaður sjöunda ár- gangs Fjölnis 1844 þar sem horfi ð var frá framburðarstafsetningu og breyt ing arn ar kynntar með greinargerð Konráðs Gíslasonar („Um staf setninguna á þessu ári Fjölnis“ 1844). Gísli kenndi við Lærða skól- ann í Reykjavík frá 1850 til æviloka (Páll Eggert Ólason 1948–1952, 2:70, Aðalgeir Kristjánsson 1999:283, 314–316, 331–333). Bene dikt Gröndal segir í Dægradvöl (2014:141) að Gísli hafi verið vel að sér og notið virðingar sem kennari en hann hafi verið allsérvitur og mjög hneigður til fornyrða. Jón átti í bréfaskiptum við tvo af Víðivallabræðrum, Brynjólf Pét urs son, Fjölnismann og stjórndeildarforseta (1810–1851), og Jón Pétursson háyfi rdómara (1812–1896) (sjá um þá hjá Aðalgeiri Kristjáns syni 1998a, b), en einnig skrifaðist hann á við Jón Sigurðsson for seta (1811–1879) og Guðbrand Vigfússon málfræðing (1827–1889). tunga_19.indb 83 5.6.2017 20:27:44
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.