Orð og tunga - 01.06.2017, Qupperneq 94
84 Orð og tunga
Í Flatey kynntist Jón Brynjólfi Benedictsen kaupmanni (1807–1870)
sem hann segir í bréfi til Gísla Brynjúlfssonar (bréf 1851–02-06) að
sé „sérlega fróður maður í Íslandssögu“ en Brynjólfur hafði þá erft
hið mikla bóka- og handritasafn föður síns, Boga Benediktssonar,
fræðimanns á Staðarfelli (1771–1849). Í Flatey komst Jón enn fremur
í kynni við sagnaþulinn Gísla Konráðsson (1787–1877) en kynni Jóns
af þjóðlegum fróðleik og þjóðsögum hafa þó ekki hvað síst verið í
gegnum Jón Árnason þjóðsagnasafnara (1819–1888). Þeir nafnar voru
svilar; Katrín Þorvaldsdótt ir (1829–1895), eiginkona Jóns Árnasonar,
var systir Kristínar Ólínu, eiginkonu Jóns Thoroddsens. Gott vinfengi
var með þeim nöfnum og skrifuðust þeir mikið á (sjá bréfasafn Jóns
Árnasonar í NKS 3010 4to og bréfaskrá hér aft ast; Finnur Sig munds-
son 1950–1951 gaf út úrval, sbr. einnig útg. Más Jónssonar 2016a). Jón
Árnason var tekinn í Bessastaðaskóla 1837 og varð stúdent 1843; þeir
nafnar hafa því verið þar samtíða þrjá vetur. Eft ir Bessa staða skóla
varð hann heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni og síðar einn ig
stundakennari við Lærða skólann, en vann jafnframt við próf arka lest-
ur í Landsprentsmiðjunni (Prentsmiðju Íslands). Í vist inni hjá Svein-
birni vann Jón meðal annars að prófarkalestri með Sveinbirni og í
sjálfsævisöguágripi segist Jón hafa lært mikið af Sveinbirni og einkum
fengið „bæði miklu betri þekkingu og interesse fyrir íslenzka málinu
en áður“ (Finnur Sigmundsson 1950–1951, 1:13). Jón varð bókavörður
í Stift sbókasafni (síðar Landsbókasafni) 1848 og þar starfaði hann
í nær fj óra áratugi, biskupsskrifari 1856–1867 og umsjónarmaður
í Lærða skólanum 1867–79, en kunnastur er hann fyrir hina miklu
útgáfu sína á Íslenzkum þjóðsögum sem út komu í Leipzig 1862–1864
(Pálmi Pálsson 1891, Páll Eggert Ólason 1948–1952, 3:48–49, Finnur
Sigmundsson 1950, 1:9–15).
Sjálfur átt i Jón Thoroddsen stórt bókasafn, líklega á bilinu 700–
750 bindi, eins og Steingrímur J. Þorsteinsson (1943, 1:52–91) hefur
rakið og sonur Jóns, Þorvaldur Thoroddsen, segir föður sinn hafa
átt fornsögurnar og að þær hafi verið mikið lesnar á heimilinu
(Steingrímur J. Þorsteinsson 1943, 1:70–71).
Jón Thoroddsen hefur verið í kjöraðstöðu til að fylgjast með og
taka þátt í umræðum um íslenskt mál. Hann var vel menntaður
og vel lesinn og umgekkst fl esta þá menn sem hvað mest létu að
sér kveða í mótun íslenskrar málstefnu um miðbik nítjándu aldar.
Ekki er ótrúlegt að íslenskt mál hafi borið á góma í félagsskap við
Fjölnismenn, þar á meðal málfræðingana Konráð Gíslason og Halldór
Kr. Friðriksson, og bent hefur verið á áhrif frá Jónasi Hallgrímssyni
tunga_19.indb 84 5.6.2017 20:27:45