Orð og tunga - 01.06.2017, Page 95
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 85
á sagnalist Jóns (Matt hías V. Sæmundsson 1996:534–535). Við útgáfu
Norðurfara með Gísla Brynjúlfssyni og Snótar með Gísla Magnússyni
varð að taka afstöðu til ýmissa mállegra þátt a þegar gengið var frá
texta til prentunar. Jón hefur því án efa verið vel heima í umræðum
þess tíma um mál og ekki síst stafsetningu (þrátt fyrir orð þeirra Gísla
í formála Norðurfara sem vitnað var til að ofan) og í góðri aðstöðu
til að fylgjast með straumum og stefnum í þeim efnum, bæði á
Kaupmannahafnarárunum og eins eft ir að heim var komið. Í störfum
sínum sem sýslumaður fékkst Jón líka mikið við ritað mál eins og sjá
má af þykkum bréfabókum embætt isins (sem geyma afrit af bréfum,
mest með hendi skrifara) og þar hefur hann þurft að temja sér málsnið
sem hæfði embætt ismanni.
Áhugi Jóns á málfarsefnum og um leið afstaða hans til sambúðar
íslensku og dönsku birtist líka í Pilti og stúlku. Í anda sveitarómantíkur
tefl ir Jón þar saman sem andstæðum lífi nu til sveita og í Reykjavík
og dregur upp mynd af æði dönskublandinni menningu á mölinni.
Þegar Indriði tekst á hendur ferð til Reykjavíkur úr sveitinni berst
tungumálið í tal við samferðamann eft ir að þeir höfðu þegið góðgerðir
á bæ nokkrum í Gullbringusýslu (Piltur og stúlka 1850:84; stafsetning
samræmd hér):
„Er nú langt eft ir til Reykjavíkur, Sigurður minn?“
„Sástu það ekki á mjólkinni sem við fengum að drekka?“
„Nei, ég skil heldur ekki í hvernig slíkt má af mjólkinni ráða.“
„Ójú, hún þynnist, góðurinn minn, eins og íslenskan eft ir því
sem sunnar dregur og svo hefur mér reynst það og hef ég þó
nokkrum sinnum farið hérna um.“
Víðar er vikið að sambúð íslensku og dönsku í Reykjavík og kemur
glöggt fram það viðhorf að íslenska standi þar höllum fæti gagnvart
dönsku (Piltur og stúlka 1850:70, 87, 91, 93).
Líklegt má teljast að málið á Pilti og stúlku endurspegli í megin-
atriðum ríkjandi viðhorf í málfarsefnum hjá menntaðri yfi rstétt (þótt
ekkert verði fullyrt um viðhorf almennings). Enda þótt Jón fylgi ekki
stafsetningu Konráðs Gíslasonar á fyrri útgáfu Pilts og stúlku, eins og
síðar verður rakið, er ekki trúlegt að hann hafi þar almennt virt að
vett ugi þau sjónarmið í málfarsefnum sem hæst bar á árunum fyrir
1850. Til þess var hann of náinn höfuðsmiðum íslenskrar málstefnu
um miðja nítjándu öld.
tunga_19.indb 85 5.6.2017 20:27:45