Orð og tunga - 01.06.2017, Page 96
86 Orð og tunga
2.3 Piltur og stúlka 1850
Handritið að fyrstu útgáfu Pilts og stúlku 1850 er glatað og engar
heim ild ir til um frágang textans til prentunar. Ekki virðist ólíklegt
að Jón hafi leyft að minnsta kosti nánustu vinum sínum, eins og til
dæm is Gísla Brynjúlfssyni sem vann með honum að Norðurfara eða
Gísla Magnússyni samverkamanni við Snót, að lesa handritið áður en
hann sendi það til prentunar og jafnframt er ekki ósennilegt að hann
hafi leitað til vina sinna um liðsinni við lestur prófarka (þótt aug-
ljós ar prentvillur séu reyndar furðulega margar); vart hefur danski
prentarinn S.L. Møller getað orðið að miklu liði í því efni. Hér verð-
ur þó að nægjast með getgátur einar. Það má þó teljast næsta víst
að Jón hefur viljað vanda til verka og vart hefur hann haft í hyggju
að senda frá sér bókartexta sem ekki uppfyllti ríkjandi viðmið um
mál og stafsetningu um þær mundir. Fyrsta útgáfan af Pilti og stúlku
1850 gefur því að öllum líkindum nokkuð áreiðanlega mynd af viður-
kenndu máli á þeim tíma. Viðmiðin voru vitaskuld í mótun og skoð-
anir efl aust skiptar um einstök atriði en það sem þar birtist hefur
almennt þótt boðlegt mál.
2.4 Piltur og stúlka 1867
Ríkulegri heimildir eru um tildrög annarrar útgáfu Pilts og stúlku
eins og Már Jónsson (2016c) hefur nýlega rakið. Vorið 1867 sat Jón
Thoroddsen sem fyrr á Leirá í Leirársveit en mágur hans, Jón Árna son
þjóðsagnasafnari, hafði milligöngu um prentun bókarinnar í Lands-
prentsmiðjunni hjá Einari Þórðarsyni í Reykjavík. Í bréfi til nafna
síns Árnasonar 1. mars 1867 kveðst Jón hafa fengið áskoranir um að
gefa Pilt og stúlku út aft ur, kveðst hafa vissa von um 300 áskrif end-
ur og biður hann að semja við Einar Þórðarson prentara. „Þig, Svein
eða Jón Þorkelsson vildi ég fá til að lesa prófarkir,“ segir hann síðan
(bréf 1867-03-01) og á þar væntanlega við Svein Skúlason ritstjóra, en
Sveinn hafði lesið próförk að gamanrímunni Veiðiför eft ir Jón tveimur
árum áður (bréf 1865-04-19), og Jón Þorkelsson, kennara í Lærða skól-
anum og síðar rektor þar. Bréfi nu til Jóns lætur hann fylgja bréf til
Sveins Skúlasonar (nú glatað) þar sem hann biður hann að lesa próf-
arkirnar. Prentun er enn til umræðu í bréfi 10. apríl 1867 og 30. apríl
sendir Jón nafna sínum Árnasyni eintak af fyrstu útgáfu Pilts og stúlku
og viðauka með (bréf 1867-04-30; stafsetning samræmd hér; sbr. útg.
Más Jónssonar 2016a:296–270):
tunga_19.indb 86 5.6.2017 20:27:45