Orð og tunga - 01.06.2017, Page 103
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 93
4 Mál lagað að eldri fyrirmynd
4.1 Beyging karlkyns ija-stofna nafnorða
Karlkynsnafnorð á borð við hirðir, læknir eða mælir, svonefnd ij a-stofna
karlkynsorð, gátu þegar á fi mmtándu og sextándu öld fengið stofn-
lægt r og þá varð til dæmis eignarfall eintölu læknirs í stað eldra læknis.
Beyging orða af þessum fl okki með stofnlægu r virðist hafa færst í
vöxt smám saman og var orðin mjög algeng eða jafnvel ríkjandi á
nítjándu öld (sjá Björn K. Þórólfsson 1925:13, 78–79, Bandle 1956:204–
207, Hrein Benediktsson 1969, Kjartan G. Ott ósson 1987:314, Lindu
Ösp Heimisdótt ur 2008 og Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:119–122). Á
nítjándu öld var aft ur á móti farið að amast við þessari beygingu með
stofnlægu r og eldri beygingu án stofnlægs r haldið fram í hennar
stað; það gerðu meðal annars Konráð Gíslason (1845:65–66) í ritdómi
í Fjölni 18452 og Halldór Kr. Friðriksson (1859:190–191) í Íslenzkum
rjett ritunarreglum (sjá Kjartan G. Ott ósson 1987:314, 1990:71 og Atla
Jóhanns son 2015:52–62).
Í PS 1850 koma fyrir nokkur dæmi um karlkyns ij a-stofna nafnorð
með stofnlægt r í aukaföllum. Í PS 1867 hefur þeim fl estum verið
breytt og r fj arlægt í samræmi við eldra mál eins og sýnt er í (7a–d).
(7) a. Fagridalur hinn eystri er allur vaxinn víðir og vafinn
grasi (1)] víði (3)
b. Brjef þett a var skrifað í mesta fl ýtir (52)] fl ýti (59)
c. Jeg skrifa þjer þennan miða í mesta fl ýtir (66)] fl ýti (75)
d. smádældir, sem eru vaxnar aðalbláberjalýngi, einir og
víðirrunnum (145)] eini og víðirrunnum (186)
e. gleymdi hún nú að mestu missir dóttur sinnar (23=27)
f. eins og gymbrin, sem getið er um í kvæðinu í Fjölnir
(105/÷ [116])
Fyrri liðurinn í víðirrunnum í (7d) stendur þó óbreytt ur og sömuleiðis
er þágufallsmyndin missir í (7e) óbreytt , en mögulega er það ekki
2 Þessi ritdómur í átt unda árgangi Fjölnis hefur verið eignaður Konráði Gíslasyni.
Það gerir til dæmis Kjartan G. Ott ósson (1990:70–72) og virðist mega skilja Björn
Magnússon Ólsen (1891:61) þannig að hann álíti Konráð höfundinn. Kristján Frið-
björn Sigurðsson (2014:46) hefur þó vakið athygli á því að aft an við bálkinn með
bókafregnunum (bls. 76) standa upphafsstafi rnir H.F. sem gætu bent til þess að
Halldór Kr. Friðriksson hafi haldið um penna en hann var einmitt ábyrgðarmaður
þessa árgangs Fjölnis.
tunga_19.indb 93 5.6.2017 20:27:46