Orð og tunga - 01.06.2017, Síða 105
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 95
Í PS 1850 eru r-stofna orðin faðir, bróðir, móðir, systir, dótt ir langoft ast
beygð að fornum hætt i. Undantekningar eru fáar en þær myndir eru
færðar til eldra horfs í PS 1867 eins og sýnt er í (9).
(9) a. er það ekki eins og jeg sjái sneypuna hana teingðamóðir
mína þarna lifandi (5)] móður (7)
b. svona var um hana systir mína og manninn hennar
(115)] systur (127)
Í bréfum Jóns er beygingin blönduð og yngri myndir koma fyrir alveg
fram á síðustu æviár Jóns, sbr. (10a–c).
(10) a. Hvernig lídur bródir Benedikt (1866-03-09)
b. eptir Árna Búa bródir (1867-10-05)
c. þig kved jeg sem elskulegan bródir æfinlega (1867-10-
28)
Þá má nefna að í bréfunum fær bróðir einu sinni fl eirtöluendingu að
hætt i kvenkynsorða, sbr. (11a), en karlkynsnafnorð með endinguna
-ur í nf.-þf. fl eirtölu hafa að minnsta kosti frá því á sextándu öld haft
tilhneigingu til að fá kvenkynsbeygingu (einkum þegar viðskeytt ur
greinir bætist við þau) vegna áhrifa fj ölda kvenkynsnafnorða með nf.-
þf. ft . -ur, svo sem hendur, bækur, sögur (Björn K. Þórólfsson 1925:86–
87; Bandle 1956:257–258; Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:148). Þessa
sér einnig stað í PS 1850 eins og sýnt er í (11b–c) og er að hluta óbreytt
í PS 1867.
(11) a. í sameingu [svo] við brædurnar (1867-10-05)
b. kysti hann á fíngurnar á sér (79)] fingurna (88)
c. urðu honum lausar fætur (14=17)
Fornmálsbeyging frændsemisorðanna hefur ekki verið Jóni að öllu
leyti eiginleg og í hans máli hafa fleirtölumyndir á borð við bræður,
fing ur og fætur getað fengið kvenkynsbeygingu eins og dæmin sýna. Í
PS 1867 er aftur á móti leitast við að taka upp málviðmið sem í þessu
efni hefur verið fornlegra en mælt mál.
4.3 Lýsingarorð sem enda á -ll eða -nn
Í lýsingarorðum með stofni sem endar á l eða n og nf. et. kk. með -ll
og -nn, eins og til dæmis sæll og beinn, hafði r í beygingarendingum
samlagast stofni (lr > ll og nr > nn) þegar í elstu íslensku, til dæmis
ef. ft . sælla, beinna, samanborið við spakra af spakur. Á sextándu öld
tunga_19.indb 95 5.6.2017 20:27:46