Orð og tunga - 01.06.2017, Page 106
96 Orð og tunga
tekur r að birtast aftur í beygingu þessara orða, til dæmis ef. ft . sælla
→ sæl(l)ra, beinna → bein(n)ra, vegna áhrifa frá fj ölda lýsingarorða eins
og spakur sem aldrei höfðu orðið fyrir samlögun. Heimildir benda til
að myndir með r hafi verið algengar á nítjándu öld þó að ekki hafi
þær alfarið rutt r-lausum myndum úr málinu. Á nítjándu öld er tek ið
að amast við r-myndunum og eldri beygingunni án r haldið á loft eins
og til dæmis Halldór Kr. Friðriksson gerði í Íslenzkum rjett rit un ar regl-
um (1859:199) (Björn K. Þórólfsson 1925:33, 88–89; Bandle 1956:298–
300; Kjartan G. Ott ósson 1987:316–317; Jóhannes B. Sig tryggs son
2011:166–170; Halldóra Kristinsdótt ir 2012).
Í lýsingarorðum, sem enda á -ll eða -nn, koma fyrir í PS 1850 bæði
myndir með samlöguðu og ósamlöguðu r í beygingarendingu eins og
sýnt er í (12). Í PS 1867 hafa myndir með ósamlöguðu r verið færðar
til eldra horfs með samlöguðu r, sbr. (12d–f).
(12) a. hjelt á húfu nokkuri gamalli (50=57)
b. til neinnar gleði (103=114)
c. svo mikillar ógleði aflaði hann (123=135)
d. og gamallri kúamykju mokað að utan (37)] gamalli (42)
e. verða þau honum til mikillrar ógleði (34)] mikillar (39)
f. ekki notið neinnrar framúrskarandi uppfræðíngar
(72)] neinnar (81)
Bréf Jóns gefa svipaða mynd. Þar eru r-lausar myndir, sbr. (13a–c), og
ein mynd með r, sjá (13d), en dæmin eru reyndar ekki mörg.
(13) a. veit jeg þó ekki með neinni vissu (1851-01-24)
b. hefi jeg dæmt í fjarfỏr einni (1851-02-06)
c. og engu óindælla hefur það reynst mér (1854-11-25a)
d. sem vænnrar og efnilegrar stúlku (1861-01-16)
Dæmin benda til að umrædd lýsingarorð hafi stundum haft ósamlag-
að -lr- eða -nr- í máli Jóns en í PS 1867 er mið tekið af eldri beygingu
með -ll- og -nn-.
4.4 Ábendingarfornafnið þessi
Ábendingarfornafnið sjá eða þessi hafði í fornu máli myndina þenna
í þolfalli eintölu karlkyni en á fj órtándu öld birtist myndin þennan,
væntanlega orðin til fyrir áhrif frá sterkri beygingu lýsingarorða (sbr.
tunga_19.indb 96 5.6.2017 20:27:47