Orð og tunga - 01.06.2017, Page 109
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 99
(1859:18) og Íslenzkri málmyndalýsíngu (1861:43). Valtýr Guð munds-
son (1922:113) og Stefán Einarsson (1949:70) geta þettað sem talmáls-
myndar.
Þessir tveir þættir þess ritmálsviðmiðs, sem tekið var upp í PS
1867, eru ólíkir hvað varðar samsvörun við mælt mál. Bæði þetta og
þettað hafa verið hluti af mæltu máli en eldri myndin þetta var tekin
fram yfi r yngri myndina þettað. Óvíst er aft ur á móti að hve miklu
leyti forna myndin þenna var enn hluti af mæltu máli á samtíð Jóns
Thoroddsens. Ekki virðist ótrúlegt að þennan hafi verið einhöfð í
mæltu máli og leitast hafi verið við að taka upp í ritmál orðmynd sem
horfi n var úr málinu. Þessir þætt ir eru líka ólíkir að því leyti að þenna
fékk ekki varanlegan sess í málstaðlinum en enn er mælt með þetta
fremur en þettað.
4.5 Fornöfnin hver og einhver
Heimildir benda til að kringing e næst á eftir hv og kv í orðum eins
og til dæmis hver, einhver, hvergi, hvernig, hversu og kveld hafi verið
byrjuð í kringum 1400; hún er orðin algeng í Guðbrandsbiblíu 1584
og á sautjándu og átjándu öld hafa þessi orð (og önnur af sama toga)
almennt verið borin fram með kringdu rótarsérhljóði, hvör, einhvör,
hvörgi, hvörnig, hvörsu og kvöld. Hljóðgildi kringda sérhljóðsins hefur
þó verið breytilegt, ö, u eða o en reyndar er rithátt ur oft tvíræður (Björn
K. Þórólfsson 1925:xiii; Bandle 1956:42–43; Jóhannes B. Sigtryggsson
2011:50–53; Kristján Friðbjörn Sigurðsson 2014).
Í PS 1850 hefur fornafnið hver jafnan rótarsérhljóðið u, hvur, og ein-
hver birtist þá sem einhvur; enn fremur er notað hvurgi og hvurnin. Í
PS 1867 hefur hvur og einhvur alls staðar verið breytt í hver og einhver
og hvurgi og hvurnin í hvergi og hvernig eins og sýnt er með nokkrum
dæmum í (19)–(21).
(19) a. hann vissi og hvaða mark hvur maður átti (15)] hver
(19)
b. tóku til þess hvurn pilt (13)] hvern (16)
c. á hvurjum deigi (11)] hverjum (13)
d. honum fanst hvur sú stundin leið (11)] hver (14)
e. hann þekti hvurja kind (15)] hverja (18)
f. hvurri konu var hún sljettmálari (26)] hverri (30)
g. pott af spenvolgri nýmjólk í hvurt mál (4)] hvert (6)
tunga_19.indb 99 5.6.2017 20:27:47