Orð og tunga - 01.06.2017, Page 115
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 105
Einboðið er að álykta að Jón hafi haft öng-myndir í máli sínu og
þess vegna séu þær allsráðandi í PS 1850; í þessu efni er málið á PS
1850 þá í samræmi við mál höfundarins — og líklega mælt mál al-
mennt á þeim tíma. Bréf hans benda þó til að ekki miklu síðar en
PS 1850 kom út hafi hann tekið að venja sig á eng-myndir í rituðu
máli. Bækur Halldórs Kr. Friðrikssonar 1859 og 1861 hafa ekki dregið
úr honum í því efni og loks hefur hann eða Sveinn Skúlason afráðið
að útrýma öng-myndunum í PS 1867. Enda þótt eng- sé eldra en øng-
er hér ekki beinlínis um fyrningu að ræða því að bæði stofnbrigðin
koma fyrir í fornu máli.
Í nf. et. í karlkyni og kvenkyni og nf.-þf. ft. í hvorugkyni var í fornu
máli engi, án -n(n), en myndin engin(n) kom til sögunnar á fj órtándu
öld og var orðin allsráðandi á sextándu öld (Björn K. Þórólfsson
1925:50–51; Bandle 1956:373; Katrín Axelsdótt ir 2006). Í PS 1850 er
nær alltaf engin(n) með n eða nn (oft ast stafsett „eing“ en ritun „n“ og
„nn“ þó ekki alveg samkvæmt nútíðarvenju). Þessar myndir standa
yfi r leitt óhaggaðar í PS 1867. Að minnsta kosti einu sinni er myndin
engin í PS 1850 þó látin víkja fyrir eldri myndinni engi í PS 1867 eins
og sýnt er í (27a) og jafnframt birtist gamla myndin engi einu sinni í
PS 1850 en víkur fyrir enginn í PS 1867 eins og sýnt er í (27b).
(27) a. og þykja þeir eingin lýti vera (52)] engi (59)
b. og reigndi hann eingi maður (15)] enginn (19)
Ósennilegt er að engi hafi verið til í mæltu máli á nítjándu öld; þessi
dæmi hljóta að teljast hreinræktuð fornmálsáhrif. Í bréfum sínum
notar Jón alltaf engin(n) með -n(n).
4.7 Önnur persóna eintölu í nútíð framsöguhátt ar
Í fornu máli hafði 2. persóna eintölu í nútíð framsöguháttar endinguna
-r, t.d. þú berr (af berja og bera), þú ferr (af fara), þú fær (af fá) og þú
sér (af sjá), en hið langa rr í t.d. berr og ferr stytt ist á fj órtándu og
fi mmt ándu öld (Björn K. Þórólfsson 1925:xxx–xxxii; Stefán Karlsson
1989:16/2000:31). Á átjándu öld tóku 2. persónu myndir af þessari
gerð að bæta við sig tannhljóði, -ð, sem runnið er frá 2. persónu for-
nafn inu þú: (þú) ber → berð, fer → ferð, fær → færð og sér → sérð. Sams
konar þróun átt i sér stað ef stofn sagnar endaði á s en þá bætt ist -t
við, (þú) kýss (af kjósa) > kýs → kýst, og virðist sú breyting hafa breiðst
heldur hraðar út en hin fyrrnefnda (Björn K. Þórólfsson 1925:112;
tunga_19.indb 105 5.6.2017 20:27:48