Orð og tunga - 01.06.2017, Síða 116
106 Orð og tunga
Orešnik 1980). Málfræði Jóns Magnússonar (1662–1738) (útg. 1997)
bendir ekki til að þessi breyting hafi verið almenn á hans tíð því að
hann sýnir fj öldann allan af dæmum án þessarar tannhljóðsendingar;
aðeins eitt dæmi, þú eyst (1997:207), sýnir þessa nýju endingu.3 Í Ævi-
sögu Jóns Steingrímssonar (1728–1791) er engin merki að fi nna um
nýju endinguna (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:202–203). Rask getur
þess í Anvisning till Isländskan (1818:149, 151, 154, 165) að sagnir sem
enda á r, s eða n fái oft tannhljóð í 2. persónu og nefnir dæmin þú eyst,
frýst, ferð og sérð.
Í PS 1850 er tannhljóðsendingin ekki rituð ef 2. persónu fornafnið
þú fer næst á eft ir — og er það í samræmi við tannhljóðsendingar
sagna í 2. persónu fl eirtölu sem oft falla niður á undan þér eins og rætt
var í 3. kafl a og sýnt með dæmum í (6); þett a er óbreytt í PS 1867.
(28) a. Hvar sjer þú hana? (17=20)
b. Hjerna til hægri handar sjer þú fyrst móhraukana
(93=104)
c. eða sjer þú nokkur nýsmíði á sjónum eða fjöllunum?
(113=125)
Annars er tannhljóðsending rituð á eftir -r (dæmi fundust ekki um
-s) eins og sýnt er með dæmum í (29) en tannhljóðsendingin er oftast
felld niður í PS 1867.
(29) a. Það er nú Keilirinn, sem þú sjerð þarna (92)] sjer (103)
b. á honum er hádeigi, hvaðan sem þú sjerð hann (92)]
sjer (103)
c. guð hefur opnað augu þín svo, að þú sjerð hætt u þá, er
þjer er búin (140)] sjer (155)
d. þú ferð nú að giptast, býst jeg við (49=55)
Í bréfum sínum ritar Jón ýmist með eða án tannhljóðsendingar eins
og sýnt er með nokkrum dæmum í (30) og (31); heldur algengara er
þó að hann riti með endingunni:
(30) a. Þú sjer nú ad mesta óvirdingin: var sú, ad herstjorar
vor ir voru ekki betur kunnugir um frammgỏngu
Prússa (1848-04-28)
b. fær þú að sjá í Gesti Vestfirðing (1855-02-11)
3 Dæmin eru á víð og dreif um málfræði Jóns Magnússonar: þú býr, deyr, fl ýr o.fl .,
(1997:165), þú ber, fer, blæs o.fl . (1997:167), einnig þú frýs, kýs o.fl . (1997:193), þú rís
o.fl . (1997:195), þú blæs (1997:201), þú fær (1997:205) en þó þú eyst (1997:207).
tunga_19.indb 106 5.6.2017 20:27:49