Orð og tunga - 01.06.2017, Side 117
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 107
c. Þú sér ad jeg á til nokkud ad gjỏra (1867-01-30)
d. Nú sér þú ad ad jeg alveg fellst á þína skodun (1867-06-
16)
e. hvad ad þú allt fær ad sjá (1867-12-12)
(31) a. þú serd ad eg muni þurfa svo margt ad frétta úr Eya-
fyrdi (1842-07-27)
b. Þegar þú ferd ad senda Nordurfara heim gjet jeg visad
þjer á þessa stadi (1848-05-03)
c. Jeg vona að þú fáir með skilum hitt bref mitt og sjerð
þú þar þá afsakanir mínar (1852-02-02)
d. ad þú komist í heidarlegan samastad þegar þú ferd úr
foreldra húsonum (1864-03-17)
e. Þú serd ad jeg skrifa þér þetta alltsaman í einlægum
hræri graut (1866-03-09)
f. Þú færd brád000um harmagrátinn (1867-04-10)
g. og þetta bréf nái þer ádur en þú ferd ad halda Jólin í
hafinu (1867-12-13b)
h. Ef þú getur selt fiskinn … sem og færd Landskuldina í
vor ad kemur ert þú in salvo (1867-12-13b)
Halldór Kr. Friðriksson ræðir þessar 2. persónu myndir í Íslenzkum
rjett rit unarreglum (1859:177–178). Afstaða hans er sú að enda þótt
sagn irn ar hafi tannhljóð í framburði skuli það ekki ritað enda sé -r hin
eig in lega ending 2. persónu og tannhljóðinu því ofaukið (1859:178):
Í þeim sögnum, er meginhlutinn endar á breiðan hljóðstaf í
1. pers. núl. tíma framsöguháttar, bœtum vjer í 2. pers. eins ð
við í framburði vorum, auk hinnar reglulegu endingar, svo að
vjer segjum t. a. m.: þú færð, þú flýrð, þú rœrð, o. s. frv.; en í þeim
sögnum er því síður rjett að rita ð, sem r, sem á undan því fer,
er hin rjett a ending, og ð ofaukið, eða endingin tvöföld, og því
skal ð aldrei ritað í þessum sögnum, heldur skal ávalt rita þú
fær, þú nær, þú flýr, þú rœr, o. s. frv.
Mælt er með tannhljóðslausum myndum í sumum handbókum fram
á tuttugustu öld eins og Atli Jóhannsson (2015:118–124) hefur rakið.
Sagnmyndir 2. persónu með tannhljóðsendingu birtast fyrst á átj-
ándu öld eins og áður var getið og virðast hafa breiðst nokkuð hratt
út í mæltu máli á nítjándu öld. Ívitnaða lýsingu Halldórs Kr. Frið-
riks son ar má skilja þannig að framburður með tannhljóði hafi ver ið
almennur. Valtýr Guðmundsson (1922:156) lýsir líka aðeins myndum
tunga_19.indb 107 5.6.2017 20:27:49