Orð og tunga - 01.06.2017, Page 118
108 Orð og tunga
með tannhljóðsendingu í málfræði sinni. Stefán Einarsson (1949:91)
sýnir líka aðeins myndir með tannhljóðsendingu en bendir á í athuga-
semd að „In the literary and poetic language the forms without -ð, -t
are not uncommon“.
Augljóst er að Jón Thoroddsen hefur oft borið þessar 2. persónu
myndir fram með tannhljóði en ekki er hægt að fullyrða að hann hafi
alltaf gert það; hugsanlegt er að þær hafi líka komið fyrir án tann-
hljóðsendingar í hans máli. Ritmálsviðmið það sem tekið er upp í PS
1867, þar sem tannhljóðsendingunum var að heita má útrýmt, er þó
augljóslega ekki í samræmi við mál Jóns.
4.8 Fyrsta persóna fleirtölu í miðmynd
Í 1. persónu fleirtölu í miðmynd varð endingin -ustum (við köllustum) til
í kringum 1600 og náði fljótt talsverðri útbreiðslu við hlið endinganna
-unst og -ust (við köllunst, við köllust). Á fyrri hluta átjándu aldar birtist
forna endingin -umst (við köllumst) aft ur en ritaðar heimildir benda
til að hún hafi horfi ð úr málinu um 1500 eins og Kjartan G. Ott ósson
(1987:315, 1992:209–238) hefur rakið. Ekki verður betur séð en endingin
-umst (við köllumst) sé fornmálsending sem hefur verið endurvakin
og ekki virðist ósennilegt að Árni Magnússon (1663–1730), sem mjög
var handgenginn fornum handritum, og lærðir samtíðarmenn hans
hafi þar verið upphafsmenn. Í kjölfarið kom meðal annarra Eggert
Ólafsson (1726–1768) sem fordæmdi notkun -ust og -ustum í Rétt ritabók
sinni 1762 og mælti með -umst í staðinn (Kjartan G. Ott ósson 1990:39,
1992:226).
Endingin -umst virðist þó ekki hafa náð mikilli útbreiðslu á átj-
ándu öld. Hún kemur til að mynda aldrei fyrir í Ævisögu Jóns Stein-
gríms sonar (1728–1791) þar sem -ust og -ustum eru ríkjandi (Jóhannes
B. Sigtryggsson 2011:211–215) og Rasmus Rask (1811:260) segir í Vej-
ledning til det Islandske eller gamle Nordiske Sprog árið 1811 að í 1. per-
sónu í fl eirtölu sé algengast að segja og skrifa -ustum.
Í PS 1850 hefur 1. persóna fleirtölu í miðmynd endinguna -ustum
en í PS 1867 víkur hún alls staðar fyrir fornmálsendingunni -umst eins
og sýnt er í (32a–e). Þar að auki er eitt dæmi, (32f), í viðaukakafl a í PS
1867 sem ekki er í PS 1850.
(32) a. fyrr en við finnustum (67)] finnumst (75)
b. svo við komustum fram hjá (92)] komumst (102)
c. síðan við sáustum síðast (103)] sáumst (114)
tunga_19.indb 108 5.6.2017 20:27:49