Orð og tunga - 01.06.2017, Page 121
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 111
(37) a. Guðrún … biður hann inn gánga (97=108)
b. Upp af hjeraði því, er vjer umgátum (1=3)
Þessi einkenni taka ekki neinum breytingum í PS 1867.
5.2 Beyging nafnorðsins hönd
Beyging nafnorðsins hönd fylgdi í fornu máli mynstri sem ekki átt i sér
hliðstæðu meðal kvenkynsorða (síðasta u-stofna kvenkynsorðið) og
því hefur hún orðið fyrir áhrifum frá algengari beygingarmynstrum.
Í sem stystu máli má segja að annars vegar gæti tilhneigingar til að
jafna út víxl hönd og hendi í eintölubeygingunni nf. hönd, þf. hönd, þgf.
hendi, ef. handar og verður nf.-þf.-þgf. þá ýmist hönd eða hendi (og
reyndar getur það einnig verkað á eignarfallið). Hins vegar hafði nf.-
þf. fl eirtölu hendur (úr eldra hendr) tilhneigingu til að verða höndur.
Þessar breytingar eru hafnar á sextándu öld (Björn K. Þórólfsson
1925:28, 87; Bandle 1956:260) en þegar á átjándu öld segir Jón Magnús-
son (1662–1738) (útg. 1997:54–55) myndina höndur í nf.-þf. fl eirtölu
ranga. Rask sýnir aðeins fornu beyginguna í málfræðibókum sínum,
Vejledning til det Islandske eller gamle Nordiske Sprog (1811:57), Anvisning
till Isländskan (1818:92) og í Kortfatt et vejledning (1832:22), og í Lestrar-
kveri handa heldri manna börnum (1830:17) fordæmir hann fl eirtölu-
mynd ina höndur. Halldór Kr. Friðriksson heldur líka fram hinni
fornu beygingu orðsins í bókum sínum, Íslenzkum rjett ritunarreglum
(1859:40–41) og Íslenzkri málmyndalýsíngu (1861:27), líkt og fl eiri hand-
bóka höfundar á nítjándu öld eins og Atli Jóhannsson (2014:70–75)
hefur rakið.
Athygli vekur að Jón Thoroddsen virðist ekki hafa hirt um þett a.
Í PS 1850 er nefnifall eintölu hönd; þolfall eintölu er oft ast hönd, en
í rífl ega þriðjungi tilvika er það hendi (hendina); þágufall eintölu er
oft ast hendi eins og í fornu máli en hönd kemur þó fyrir. Þessar myndir
eru allar óbreytt ar í PS 1867 en í (39a) er orðalagi þó breytt .
(38) Þolfall eintölu
a. lagt hendina á kinn hennar (25=29)
b. að grípa um hendina á Indriða (28=32)
c. mundi jeg leggja hendina á brjóstið (67=76)
d. tekur um leið í hendina á Sigríði (95=106)
e. greip um leið hendina á Guðrúnu (101=112)
f. greip hann hendina á Sigríði (140=154)
tunga_19.indb 111 5.6.2017 20:27:49