Orð og tunga - 01.06.2017, Page 122
112 Orð og tunga
g. klappar síðan með hendinni á hendina á henni
(142=158)
(39) Þágufall eintölu
a. það var skrifað með kallmannshönd (97)] var á því
karlmannshönd (109)
b. hallaði sér þeigjandi ofan að hönd móður sinnar
(143=159)
Í nefnifalli og þolfalli fleirtölu er venjulega hendur (um tveir tugir
dæma) en þó kemur einu sinni fyrir þf. ft . höndurnar og einu sinni
„hondur“, sbr. (40b), og er ekki hægt að útiloka að í síðarnefnda
dæminu sé prentvilla. Fyrra dæmið stendur óhaggað í PS 1867 en
hinu síðarnefnda er breytt í hendur. Mesta athygli vekur þó (40c) þar
sem þf. ft . hendur í PS 1850 er breytt í höndur í PS 1867.
(40) Þolfall fleirtölu
a. það sem einu sinni er komið í höndurnar á mjer (55=62)
b. ef hann tækist starfa nokkurn mikinn á hondur (83)]
hendur (93)
c. ef þesshátt ar kæmist í hendur þeim mönnum (103)]
höndur (114)
Í PS 1850 stingur höndurnar í (40a) í stúf við um hálfan annan tug
dæma um nf.-þf. hendur. Þett a dæmi er lagt Gróu á Leiti í munn.
Áminnt um þagmælsku þegar henni er trúað fyrir mikilvægu bréfi
um viðkvæmt mál svarar hún (PS 1850:55, sbr. 1867:62):
Jeg! vertu öldúngis óhrædd um það, gæskan mín! jeg er eing-
inn skynskiptingur, og það sem einu sinni er komið í hönd-
urnar á mjer, það skal einginn þaðan draga, þó það væri kóng-
urinn; og þagað get jeg yfi r því, sem mjer er trúað fyrir, þó jeg
sje kjöptug; jeg held það varði aungvan um það, þó eitt hvað
meinleysi sje á millum ykkar Indriða, held jeg, enn þar er
maðurinn
Þegar þarna er komið sögu veit lesandinn að sögupersónan Gróa á
Leiti er þekkt fyrir allt annað en þagmælsku og því er tilsvar henn ar
broslegt. Ef til vill er það engin tilviljun að myndin höndurnar skuli
einmitt aðeins birtast þarna í þessari ræðu Gróu á Leiti. Hugs an-
legt er að höfundurinn hafi talið þessa orðmynd hæfa ímynd kjafta-
kerlingarinnar. Erfi ðara er að segja til hvers vegna hendur í (40c) hefur
verið breytt í höndur í PS 1867 en það kemur fyrir í bréfi Sigríðar til
tunga_19.indb 112 5.6.2017 20:27:50