Orð og tunga - 01.06.2017, Síða 123
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 113
Indriða. Mögulega hefur Jón viljað með þessu skerpa ímynd Sigr íðar
sem saklausrar sveitastúlku er, ólíkt Indriða, hafði ekki notið form-
legrar skólagöngu í Bessastaðaskóla. Ólíkar fleirtölumyndir orðsins
hönd gætu því sýnt tilfi nningu Jóns fyrir málfarsmun eft ir félagsstöðu.
5.3 Nútíð eintölu so. hafa
Beyging sagnarinnar hafa í nútíð eintölu framsöguhátt ar hefur tekið
nokkrum breytingum í tímans rás; helstu mynstrin eru sýnd í Töflu 2.
A B C D
Et. 1 hef hefi hefi hef
2 hefr hefi r hefur hefur
3 hefr hefi r hefur hefur
Tafla 2. Fjögur mynstur í eintölu nútíðar framsöguháttar sagnarinnar hafa.
Mynstur A er einkum að fi nna í fornum kveðskap en mynstur B er ann-
ars allsráðandi í fornu máli fram á fi mmtándu öld þegar mynstur C
tekur að ryðja sér til rúms (Finnur Jónsson 1901:109; Noreen 1923:349,
360 [§520, 532.6]; Björn K. Þórólfsson 1925:64). Mynstur B er þannig
allsráðandi í elstu íslensku handritunum frá um 1150 og fram á fyrsta
fj órðung þrett ándu aldar (Larsson 1891:125–127 [hafa]), sömuleiðis í
GKS 1009 fol., Morkinskinnu frá um 1275 (Kjeldsen 2013:311), í Alex-
anders sögu á AM 519 a 4to frá um 1280 (de Leeuw van Weenen
2009:151) og í Möðruvallabók, AM 132 fol., frá um 1330–1370 (de
Leeuw van Weenen 2000:247), svo nokkur dæmi séu nefnd. Í þýðingu
Odds Gott skálkssonar á Nýja testamentinu 1540 er 1. persóna alltaf
hefi og mynd 3. persónu ýmist hef(u)r eða hefi r en „víst oft ar“ hefi r,
segir Jón Helgason (1929:87); þar er mynstur B þá tekið að víkja fyrir
mynstri C. Í Guðbrandsbiblíu 1584 er hefi ríkjandi í 1. persónu þótt
hef komi þar líka fyrir; í 2. og 3. persónu er venjulega hefur en hefi r er
einkum bundið við spámannaritin og Nýja testamentið, segir Bandle
(1956:421). Þar er mynstur C þá farið að festast enn frekar í sessi. Í
Ævisögu Jóns Steingrímssonar (1728–1791) er nær einvörðungu hefi í
1. persónu (aðeins eitt dæmi um hef) og í 2. og 3. persónu er alltaf hefur,
að tali Jóhannesar B. Sigtryggssonar (2011:247); þar er þá mynstur C
að heita má einrátt . Mynstur C lét þó undan síga á nítjándu öld og í
nútímamáli hefur það alveg vikið fyrir mynstri D, hef, hefur, hefur.
Í PS 1850 er mynstur C ríkjandi, hefi , hefur, hefur. Engin dæmi eru
um hefi r og dæmi um hefi eru nálega tvöfalt fl eiri en um hef. Engar
tunga_19.indb 113 5.6.2017 20:27:50