Orð og tunga - 01.06.2017, Page 124
114 Orð og tunga
breytingar eru gerðar á þessum myndum í PS 1867. Í bréfum Jóns
er hefi ráðandi í 1. persónu, eins og í PS 1850 og 1867, og aðeins örfá
dæmi eru þar um hef. Í 2. og 3. persónu notar hann bæði hefur og hefi r
en dreifi ng þeirra er forvitnileg. Í elstu bréfunum, frá 1842 og fram
til 1858, notar Jón einvörðungu hefur en um 1858 byrjar hann að nota
hefi r. Í þremur bréfum 1858 og 1860 notar hann bæði hefur og hefi r en
eft ir 1860 sést hefur aðeins einu sinni; hefi r er annars einhaft . Yfi rlit um
þessi umskipti má sjá í Töflu 3 hér á eftir.
Málið á PS 1850 er í meginatriðum í samræmi við mynstur C og
ekki ótrúlegt að það hafi einmitt verið mál Jóns. Ekki verður þó betur
séð en að frá 1858 leitist Jón við að tileinka sér nýtt málviðmið. Þett a
hefur þó mögulega aðeins verið ritmálsviðmið; alls óvíst er — og
reynd ar fremur ósennilegt — að hann hafi reynt að breyta mæltu máli
sínu.
Fornmálsmynstrinu B var nokkuð haldið á loft á nítjándu öld eins
og Atli Jóhannsson (2015:113–18) hefur rakið. Rasmus Rask sýnir til
að mynda aðeins mynstur B í Anvisning till Isländskan (Rask 1818:143)
en getur þó um hef og hefr í kafl a um nútímamálið (Rask 1818:297).
Rask notar einnig mynstur B í Lestrarkveri handa heldri manna börnum
1830. Fornmálsmynstrið B er líka býsna áberandi í Skírni þótt það
virð ist vera nokkuð breytilegt eftir ritstjórum. Það er líka allsráðandi
í Þjóð ólfi á ritstjórnarárum Jóns Guðmundssonar 1852–1874 en hörfar
mjög þegar Matt hías Jochumsson tekur við ritstjórninni 1874.
Athygli vekur að breytingin úr hefur yfi r í hefi r, sem birtist í bréfum
Jóns Thoroddsens á árunum 1858–1860, skuli ekki einnig koma fram
í PS 1867. Hér kann það að skipta máli að í Íslenzkri málmyndalýsíngu,
sem út kom 1861, mælir Halldór Kr. Friðriksson (1861:57) með hef,
hefur, hefur en segir hefi , hefi r, hefi r fornmál. Jón Thoroddsen fékk Svein
Skúlason til að lesa prófarkir að PS 1867 eins og áður var getið. Sveinn
hefur ef til vill fylgt Halldóri í þessu efni en þeir Sveinn og Halldór
höfðu báðir verið samverkamenn Konráðs Gíslasonar í Höfn (reyndar
ekki samtíða).
tunga_19.indb 114 5.6.2017 20:27:50