Orð og tunga - 01.06.2017, Page 126
116 Orð og tunga
Talsvert kveður að B-mynstrinu forna, hefi , hefi r, hefi r, í ritmáli fram á
fyrstu áratugi tutt ugustu aldar en þessar myndir virðast ekki hafa átt
sér stoð í mæltu máli. Valtýr Guðmundsson sýnir nútímamynstrið,
mynstur D, í málfræði sinni 1922 en bætir við neðanmáls að í ritmáli
sé einnig notað hefi (ásamt hefi r, hefi r) „men denne Form er laant
fra Oldspr. og tilhører ikke Nutidssproget“ (Valtýr Guðmundsson
1922:133). Stefán Einarsson (1949:89) tekur í sama streng í málfræði
sinni: „The form hefi is literary only, hef (like tel from telja) is both
literary and colloquial.“
5.4 So. gjöra og gera
Sögnin gjöra (úr eldra gør(v)a) átt i sér þegar í fornu máli hliðarmynd
með ókringdu rótarsérhljóði, gera (Noreen 1923:348 [§518.2]). Báðar
hafa lifað í málinu til þessa dags en lítið er þó vitað um dreifingu
þess ara mynda. Í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu
1540 er sögnin gjöra nær einhöfð (Jón Helgason 1929:28, 85) og í Guð-
brands biblíu 1584 er einvörðungu gjöra (Bandle 1956:80). Jón Magnús-
son (1662–1738) tekur aðeins dæmi um gjöra í málfræði sinni (útg.
1997:225, 227, 237, 239–241). Í Ævisögu Jóns Steingrímssonar (1728–
1791) er líka aðeins gjöra (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:238–239).
Í PS 1850 er gjöra allsráðandi og engar breytingar verða á því í PS
1867 eins og sýnt er með nokkrum dæmum í (41). Aðeins einu sinni
bregður gera fyrir í PS 1850, sjá (41e), en henni er breytt í gjöra í PS
1867.
(41) a. þetta varð jeg að gjöra á hennar aldri (6=9)
b. Nei, það gjöri jeg ekki, móðir góð! (20=24)
c. hann gjörir ekki annað hvurt sem er enn matast (6=8)
d. sagði hann það fallega gjört af Indriða (19=22)
e. þar til að hann geri honum nokkra vísbendíngu (130)]
gjöri (144)
Jón notar í bréfum sínum bæði gera og gjöra en gjöra er þó miklum
mun algengari mynd (nær tvöfalt algengari).
Jón hefur því væntanlega haft bæði gjöra og gera í sínu máli og
vera má að hann hafi miklu oft ar notað gjöra en gera. Málið á Nýja
testamenti Odds, Guðbrandsbiblíu, málfræði Jóns Magnússonar og
Ævisaga Jóns Steingrímssonar benda vissulega til að um tíma hafi
gjöra verið ríkjandi í máli að minnsta kosti sumra Íslendinga. Þegar
leið á nítjándu öld virðist gjöra þó smám saman hafa vikið fyrir gera
tunga_19.indb 116 5.6.2017 20:27:50