Orð og tunga - 01.06.2017, Page 128
118 Orð og tunga
með eins kerfi sbundnum hætt i í bréfunum. Meira hefur verið lagt
upp úr stöðlun málsins á skáldsögunni sem ætluð var til opinberrar
birtingar en á bréfunum sem langfl est eru einkabréf Jóns til vina
eða ætt ingja; hér hefur þátt ur Sveins Skúlasonar í frágangi PS 1867
efl aust skipt máli. Beyging sagnarinnar hafa í eintölu nútíðar er dæmi
um málfarsatriði sem breytist ekki í PS 1867 en tekur aft ur á móti
breytingum í bréfum Jóns. Ekki hefur verið einhugur um það atriði
hjá málsmetandi mönnum og kann áherslumunur Jóns og Sveins að
hafa ráðið úrslitum.
Ritmálið færist nær eldra máli. Breytingarnar í PS 1867 miða allar
að því að færa málið nær eldra málstigi; fyrirmynda er leitað í fornu
máli og gildi fornsagna í því efni birtist í ívitnuðu bréfi séra Sigurðar
Gunnarssonar á Desjarmýri. Oft ast hafa bæði eldri og yngri mynd
verið þekktar í máli samtímans og eldri myndin þá tekin fram yfi r þá
yngri. Stundum leikur þó vafi á hve mikla stoð sumar eldri myndanna
átt u í mæltu máli á nítjándu öld; það á ekki síst við um myndina þenna
sem rædd var í 4.4 en einnig hefi r sem birtist í bréfum Jóns og rædd
var í 5.3.
Málstaðall framtíðarinnar. Breytingarnar í PS 1867 varða allar þætti
sem fengu varanlegan sess í málstaðlinum og eru enn fastir þætt ir
í viðurkenndu máli við upphaf 21. aldar, nema hvað forna myndin
þenna hefur líklega ekki verið notuð í ritmáli í neinum mæli síðan
snemma á tutt ugustu öld. Breytingin á beygingu sagnarinnar hafa í
eintölu nútíðar, sem sést í bréfum Jóns en aft ur á móti ekki í PS 1867,
varð skammlífur þátt ur í málstaðlinum.
Málstaðall í mótun. Málið á PS 1867 er ekki í öllum atriðum í sam-
ræmi við viðurkennt mál nútímans. Áður hefur verið vikið að notkun
þenna í stað þennan; þar er í PS 1867 gengið lengra í átt til fornmáls en
síðar var gert. Ekki eru gerðar þær breytingar á beygingu orðsins hönd
í PS 1867 sem eðlilegar þætt u miðað við viðurkennt mál nú á dögum.
Þar er þá gengið skemmra í PS 1867 en síðar var gert. Málstaðallinn
er þarna enn í mótun.
Áhrif ritmáls á mælt mál. Breytingarnar í PS 1867 færðu ritmálið
fj ær mæltu máli eins og áður var vikið að. Nú, 150 árum síðar, hefur
þessi munur minnkað. Til að mynda eru hver, einhver, hvergi, hvernig,
hversu venjulega borin fram með e í nútímamáli en ekki u eða ö og í
fornafninu enginn er stofninn eng- allsráðandi og öng- heyrist sjaldan.
Vafalaust er að ritmálið á drjúgan þátt í þeim breytingum sem hér
hafa orðið á mæltu máli.
Íslenskur málstaðall mótaðist smám saman á löngum tíma. Skáld-
tunga_19.indb 118 5.6.2017 20:27:51