Orð og tunga - 01.06.2017, Page 141
Heimir van der Feest Viðarsson: Málnotkun sem mælikvarði 131
notkun nemendanna á málbreytunum þremur hér á undan og loks
al menn umræða. Fylgni virðist vera milli málfarslegu atriðanna
þriggja og námsárangurs/-framvindu í samræmi við að málstýring
hafi komið breytingum til leiðar í (rituðu) máli nemendanna.
2 Menntakerfi og málnotkun: Samhengið á 19.
öld
Sögulegar athuganir á starfsháttum skólastofnana hafa verið taldar
lykill að framförum á sviði rannsókna á útbreiðslu lestrar- og skrift-
ar kunnáttu og staðlaðs ritmáls. Vandenbussche (2007:29) líkir slík-
um heimildum jafnvel við að endurheimta „svarta kassann“. Í sam-
evrópsku samhengi hefur verið fjallað um það hvernig málstýring
eftir 1800 grundvallaðist á samspili þátta eins og tilhlutunar félaga og
stofnana um tungumál, endurbóta innan menntakerfisins og greið-
ari aðgangs að ýmiss konar (fjöl)miðlum sem fylgdu opinberum mál-
stöðlum sem vaxandi fjöldi málhafa tileinkaði sér síðan í meira eða
minna mæli (sbr. Deumert 2003:66–67, Kristján Árnason 2003:193–
194, 199–203, Vandenbussche 2007:32–34).
Eins og Vandenbussche (2007:33) bendir á má ætla að hugmyndin
um slíkan staðal, þar sem breytileika voru settar þröngar skorður,
hafi fyrst farið að ná til tiltekinna þjóðfélagshópa þegar viðurkennd
mál notkun tók að öðlast þýðingu sem félagslegt og menningarlegt
auð magn (sbr. Bourdieu 1991). Samkvæmt kenningum Bourdieus
hafa þeir einstaklingar táknrænan ávinning eða völd sem tekst að
haga máli sínu eftir viðurkenndum málviðmiðum, í samræmi við
virði þeirrar málnotkunar á „markaði málsins“. Menntakerfið stuðlar
svo að því að styrkja þessa málnotkun í sessi með því að innræta
nemendum hana sem hina einu réttu (sjá Bourdieu 1991:59–60). Að
mati Bourdieus (1991:83–84) er málumhverfi hinnar ríkjandi stéttar
beinlínis birtingarmynd málviðmiðanna, ekki síst þeirra einstaklinga
sem fæddust inn í þá stétt. Hér er þó rétt að staldra ögn við forsendur
þessara kenninga í íslensku samhengi.
Ef litið er almennt til áhrifa menntastofnana á 19. öld og tilurðar
opinbers málstaðals er áherslan vitanlega ekki lögð á grunnskólana,
sem komu varla til sögunnar fyrr en undir lok aldarinnar (sjá t.d.
Hilmarsson-Dunn og Ara Pál Kristinsson 2010:217, 229), heldur á
framhaldsskólastigið, þ.e. Bessastaðaskóla (1805–1846) og áframhald
tunga_19.indb 131 5.6.2017 20:27:53