Orð og tunga - 01.06.2017, Page 142
132 Orð og tunga
hans sem Lærði skólinn í Reykjavík. Þó að félagslegur bakgrunnur
nemendanna hafi verið allfjölbreyttur ef tekið er mið af starfsstéttum
feðra þeirra (sjá Braga Þorgrím Ólafsson 2004:44) má leiða líkur að því
að þessir nemendur hafi yfirleitt tilheyrt hinni ríkjandi stétt í skilningi
Bourdieus hér að ofan. Einnig er lýsandi að um 80% nemenda urðu
síðar prestar, læknar, aðrir embættismenn eða gerðust sjálfir kennarar
að námi loknu (sjá Braga Þorgrím Ólafsson 2004:40).
Ólíkt þeirri einingu, sem kenningar Bourdieus gera ráð fyrir að
hafi ríkt milli menntastéttar og heimanfenginnar færni í viðurkenndri
mál notkun, hljóta nemendur Lærða skólans að vissu leyti jafnvel að
hafa goldið fyrir félagslegan bakgrunn sinn vegna þeirra breytinga
sem íslensk málhreinsun fól í sér. Málviðmiðin í Lærða skólanum
tóku einmitt síst mið af opinberu orðfæri (fyrri tíðar) og/eða máli
mennta manna sem nemendur munu þó óhjákvæmilega hafa komist í
snert ingu við. Á hinn bóginn ber að líta til þess að vegna félagslegrar
stöðu sinnar, m.t.t. forréttinda sem nemar við Lærða skólann og
þeirr ar lyftistangar sem skólinn hefur verið varðandi efnahags- og
þjóð félagsstöðu að námi loknu, er viðbúið að nemendurnir hafi kapp-
kostað mjög að tileinka sér málstaðalinn. Þá er ótalin sú sérstaða sem
skólaritgerðirnar hafa sem gagnasafn; nemendur sem ekki hög uðu
máli sínu í samræmi við viðurkennd málviðmið fóru ekki ein vörð-
ungu á mis við það auðmagn sem í viðurkenndri málnotkun felst (sbr.
hér að ofan), heldur hegndist þeim auðvitað beint fyrir slíkt í formi
lægri einkunnar fyrir verkefnið. Hvatinn til að fylgja málstaðlinum í
hvívetna er því mikill.
Skriflegu prófverkefnin í íslensku, annars vegar „ísl. stíll“ (þýðing
úr dönsku) og hins vegar „ísl. ritgjörð“ (frjáls ritun), höfðu aldrei ver ið
könnuð í tengslum við fyrri rannsóknir á íslenskri málstöðlun. Senni-
legra verður að teljast að fyrri fræðimenn hafi einfaldlega ekki vit að að
prófverkefnin væru varðveitt en að þau hafi fallið í skuggann af betri
heimildum um efnið. Varla er því ofsögum sagt að verkefnin hafi verið
enduruppgötvuð af Braga Þorgrími Ólafssyni árið 1999 á Þjóð skjala-
safni Íslands, þar sem þau eru varðveitt með safni Mennta skólans í
Reykjavík, þegar hann fyrir tilviljun rakst á yfirlit yfir prófverkefnin í
skýrslum skólans (sjá Braga Þorgrím Ólafsson 2004:22–23). Verkefnin
eru ómetanleg heimild um kennsluhætti og veita einstaka innsýn í
framkvæmd málstýringar á þessum tíma. Í alþjóðlegu tilliti er varð-
veisla verkefna af þessu tagi og yfir svo mikilvægt tímabil einnig afar
sérstæð. Þá er ónefndur sá möguleiki að nýta ritgerðirnar til að kanna
hve vel gekk að sporna við ákveðnum málfræðilegum atriðum.
tunga_19.indb 132 5.6.2017 20:27:53