Orð og tunga - 01.06.2017, Síða 145
Heimir van der Feest Viðarsson: Málnotkun sem mælikvarði 135
sem líkur á að hver breyta hafi tiltekin áhrif á gögnin eru metnar.
Tekin eru slembiúrtök sem er skipt upp í ólík hlutmengi og þau borin
saman þar til ekki er hægt að skipta gögnunum frekar. Vægi áhrifa er
metið með umröðun sem rýfur tengsl skýribreytu og fylgibreytu með
því að umbreyta gildum skýribreytunnar á tilviljanakenndan hátt.
Áhrif tiltekinnar skýribreytu eru síðan metin á grundvelli þess hvort
líkan með upphaflegum gildum flokki gögnin betur en líkan með
umbreyttum gildum. Til þess að minnka líkur á að áhrif skýribreytna
séu ofmetin er beitt skilyrtri umröðun á vægi þeirra (e. conditional
permutation variable importance) sem vinnur úr innbyrðis fylgni milli
ólíkra breytna (2012:160–161).
Að þessum formála loknum skulum við snúa okkur að niður stöð-
unum, þar sem málfarslegar leiðréttingar verða fyrstar á dagskrá.
4 Niðurstöður
4.1 Almennt um leiðréttingarnar
Í þessari fyrstu atrennu voru íslenskuritgerðir heilla bekkja / til tek-
ins prófverkefnis frá ólíkum tímum ljósmyndaðar og lesnar. Um er
að ræða á þriðja hundrað ritgerða frá eftirtöldum árum: 1847–1848,
1852, 1860, 1870, 1875, 1882 og 1890. Stór hluti leiðréttinganna snýr að
grein ar merkjasetningu en einnig er töluvert um leiðréttingar á orða-
notkun og málfræðilegum atriðum. Stundum getur þó verið erfitt að
túlka und ir strikanirnar, hvort þær snúa að stílfræðilegum þáttum,
samhengi o.s.frv. eða hvort tiltekið orðalag eða orðmynd teljist
yfirhöfuð ekki við hæfi. Til þess að gefa lesandanum hugmynd um
eðli málfarslegu leiðréttinganna verða nú tekin nokkur dæmi.3
Fyrir utan óákveðna fn. maður, sögn í þriðja sæti og lausa greininn
sá, sem verða á dagskrá í næstu undirköflum, má nefna atriði á borð
við stigbreytingu lýsingarorða (ötulari f. ötulli) og /ll/ > /llr/ (heillra
þjóða), ia-stofna (með flýtir sínum; hljóti engan hnekkir), sagnbeygingu
(rjeði bót á; norðlendingar t.d. ötluðu; varaði … til hins síðasta dags; ský
skyggur á), fallmörkun (fjarlægjast sólunni; hindra stundum geislum
sólarinnar; (þar af) leiðir glaðlyndi og ánægja), flámæli (rifinn (f. refinn);
göfuhvolfið; söm (f. sum) þau dýr), auk ýmissa annarra kunnuglegra
atriða (á veturnar; vegna ýmsra annara hluta; gæta fjársins; þettað; hvað f.
hve; að (f. af) mannavöldum).
3 Ekki er gerður greinarmunur á fjölda strika sem kann að tengjast vægi villnanna.
tunga_19.indb 135 5.6.2017 20:27:54