Orð og tunga - 01.06.2017, Page 147
Heimir van der Feest Viðarsson: Málnotkun sem mælikvarði 137
hann lagði áherslu á að leiðrétt a hjá þeim. Er reyndar sagt að
fátt hafi honum verið jafn-illa við og að orðið maður væri not-
að sem óákveðið fornafn eins og í dönsku.
(Kjartan G. Ott ósson 1990:96)
Vísbendingar um þetta eru byggðar á endurminningum nemenda,
t.d. nefnir Árni Thorsteinsson (1946:80) að sumir hafi jafnvel notað
for nafnið af ásetningi í stríðni við kennara sinn. Sjálfur lýsir Halldór
Kr. aðeins því sem er í samræmi við viðurkennt mál í kennslubókum
sín um eins og Íslenzkri málmyndalýsíngu (Halldór Kr. Friðriksson
1861) sem kennd var til 1885 (sbr. Kjartan G. Ottósson 1990:96–97).
Þar er því ekkert fjallað um fn. maður og í Danskri málfræði Halldórs er
óákv. fn. man einfaldlega þýtt með fleirtölumynd nafnorðsins maður,
sbr. man maa finde sig deri ‘menn verða að láta sjer það lynda’ (Halldór
Kr. Friðriksson 1857:45).
Í safni leiðréttinga, sem ég hef tekið saman, sést að Halldór var
a.m.k. farinn að líta á fornafnið sem villu snemma á löngum kennslu-
ferli sínum, sbr. leiðréttingarnar í (1) frá 1852:
(1) a. svo maður yrði að ganga það (L-1852, 2. bekkur)
b. reyna það jafnskjótt og manni dettur hann í hug (L-
1852, 3. bekkur)
Mynd 1. Undirstrikun kennara á fn. maður í texta nemanda, sbr. (1a).
Hartnær 40 árum síðar stóð Halldór enn í ströngu við að leiðrétta fn.
maður hjá nemendum sínum eins og sést t.d. skýrt á 4. bekkjar ritgerð
Ólafíu Jóhannsdóttur árið 1890 (sjá Braga Þorgrím Ólafsson 2004:148–
149, texti án leiðr.). Þar strikar Halldór undir hvorki fleiri né færri en
sjö tilvik um fn. maður á einni og sömu blaðsíðunni.
Vegna þess að óákv. greinir er ekki notaður í íslensku getur stund-
um verið erfitt að greina á milli fornafnsins og nafnorðsins maður. Þar
hef ég því þurft að byggja á textasamhengi og eigin máltilfinningu
en þó fylgt þeirri stefnu, sem ég tel einnig gilda um leiðréttingar í
rit gerðunum, að leyfa nemendunum almennt ekki að njóta vafans.
Einn ig er rétt að taka fram að þá sjaldan að persónufornafn vísaði
stuttu síðar aftur til maður í umhverfi sem líktist fn. var maður einnig
flokk að sem fn., sbr. (2):
tunga_19.indb 137 5.6.2017 20:27:54