Orð og tunga - 01.06.2017, Side 148
138 Orð og tunga
(2) en af því að maður er þá barn [...] þá trúir hann öllu
eins og nýju (BÞÓ-1877:316)
Í ensku þekkist t.d. bæði að vísað sé til óákv. fn. one með one og með
persónufornafni, sbr.: When one travels, one/he learns a lot (sjá t.d.
Gussen hoven 1987:15). Því er hér litið á endurvísun með pfn. sem til-
brigði við endurtekningu á fn. maður.4
Um fn. maður fundust alls 100 dæmi í skólaritgerðunum sem táknar
að eitt dæmi sé að meðaltali að finna í (tæplega) annarri hverri ritgerð.
Dæmin dreifast þó ekki jafnt því að af 189 ritgerðum birtist fn. maður
aðeins í 39 ritgerðum (38 ólíkra nemenda) en 150 ritgerðir (132 ólíkra
nemenda) voru lausar við fornafnið. Þetta vekur þá spurningu hvort
þessir 38 nemendur skeri sig á einhvern hátt úr. Vegna þess hve útgef-
ið gagnasafn er smátt og dreifing milli flokkunarbreytna ójöfn, ekki
síst er varðar bekkjarbreytuna, er erfitt að svara þeirri spurningu. Að
þeim varnagla slegnum skulum við þó samt sundurgreina notkunina
eftir þremur breytum, þ.e. hver kenndi (tímabili), námsárangri (út-
skriftareinkunn) og námsframvindu (bekk), sbr. Töflu 1:5
hrá tíðni orð stöðluð tíðni
tímabil
1852–1880 (HKF einn) 29 24.465 11,85
1881–1895 (HKF o.fl .) 20 26.233 7,62
1896–1906 (eft ir HKF) 51 31.714 16,08
4 Niðurstöður með og án dæma eins og (2) eru á svipaða leið (munur á hárri einkunn
og lágri verður þó örlítið skarpari án þeirra). Sé slíkum dæmum sleppt væri hins
vegar eðlilegast að sleppa líka öllum dæmum þar sem engin endurvísun kemur
fram. Stök dæmi um maður voru þó líka leiðrétt, þrátt fyrir mögulega tvíræðni. Í
ritgerðunum birtist þar að auki breytileiki í endurvísun (maður eða pfn.):
(i) Að hin rjettu eða nauðsýnlegu meðöl eru ekki notuð, og maður er ekki nógu
duglegur eða staðfastur að framkvæma hann [góðan ásetning–HFV], heldur
lætur hætturnar, er koma fyrir (mann) hann, aptra (manni) honum frá því, svo
hann hættir við hann aptur (L-1852, 3. bekkur)
Hér bætir nemandinn „(mann)“ við fyrir ofan línu en „(manni) honum“ er skrifað
saman í sömu línu og aðeins notað pfn. í þriðju endurvísun. Önnur túlkun væri
að nemandinn vilji hér tákna aðgreiningu fornafns og nafnorðs en þá er ráðgáta
af hverju hann notar maður á annað borð í endurvísunum, á svig við málviðmiðin.
Þess ber einnig að geta að rétt áður í samsvarandi umhverfi vísar nemandinn til
fn. maður (undirstrikað af kennara) bæði með samsettu fornafni („sjálfum manni“)
og endurtekningu á fn. maður. Þar er maður því ótvírætt fornafn.
5 Dæmafjöldi var umreiknaður sem hlutfall af textastærð (orðafjölda). Sömu aðferð
beittu Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Strömqvist (2005) en miðuðu við fjölda setn-
inga.
tunga_19.indb 138 5.6.2017 20:27:55