Orð og tunga - 01.06.2017, Page 150
140 Orð og tunga
þrjú tímabilin leyfa því miður ekki samanburð á bekkjum vegna þess
að nær allar ritgerðirnar tilheyra 4.–6. bekk. Marktækur munur er
hins vegar á bekkjum á tímabilinu 1895–1900 (p < 0,0001, LL 16,26)
og 1901–1906 (p < 0,01, LL 9,58). Þar sem nægjanleg gögn liggja fyrir
hefur bekkjarbreytan því nokkurt forspárgildi um notkun fornafnsins
sem forvitnilegt væri að skoða nánar á stærra safni ritgerða.
1.–3. bekkur 4.–6. bekkur
hrá tíðni orð stð. tíðni hrá tíðni orð stð. tíðni
1852–1864 2 1.684 11,9 13 6.803 19,1
1865–1874 - - - 3 7.921 3,8
1875–1884 - - - 11 16.798 6,5
1885–1894 7 3.965 17,7 11 10.116 10,9
1895–1900 23 12.079 19,0 0 5.120 0,0
1901–1906 24 9.482 25,3 6 8.444 7,1
Tafla 2. Notkun fn. maður eftir bekkjum yfir sex tímabil; hrá tíðni og stöðluð (m.v. tíu
þúsund orð).
Mynd 2. Notkun fn. maður eftir bekkjum yfir sex tímabil (sbr. Töflu 2).
4.3 Staða sagnar í aukasetningum
Næsta málbreyta, sem var könnuð, var staða persónubeygðrar sagn-
ar í aukasetningum. Kennslubækur á 19. öld geta ekki annars en að
orðaröð sé jafnan frumlag-sögn-andlag og að sögnin fari á undan
atviks orðum (sbr. Rask 1818, §424, Halldór Kr. Friðriksson 1859:29,
tunga_19.indb 140 5.6.2017 20:27:55