Orð og tunga - 01.06.2017, Page 151
Heimir van der Feest Viðarsson: Málnotkun sem mælikvarði 141
Bjarni Jónsson 1893:38–40). Enda þótt sú orðaröð hafi verið talin hin
eina rétta var þegar á f.hl. 19. aldar bent á að atviksorð gætu einnig
kom ið milli frumlags og sagnar, hliðstætt aukasetningarorðaröð t.d. í
dönsku (sbr. Heimi F. Viðarsson 2014:2, 2016:155–156). Orða raðirnar
tvær eru sýndar með dæmum úr skólaritgerðunum í (3), viðurkennda
röðin í (3a) en hin óæskilega í (3b):
(3) a. hinum huglausa er hinn hugprúði ólíkur að því leyti, að
hann fl ýr ekki undan hætt unni, eins og hinn huglausi
(BÞÓ-1853:308)
b. framferði hans sje ólastanlegt og hjarta hans ó fl ekk að,
eða með öðrum orðum, að hann aldrei gefi neinum
tilefni til að ráðast á mannorð sitt (BÞÓ-1862:309)
Venjulega er talað um að sögn aukasetningarinnar í (3a) sé í öðru sæti
(=S2) og í (3b) í þriðja sæti (=S3). Um þetta atriði og aðgreiningu milli
auka- og aðalsetninga í nútímaíslensku og skyldum málum er ítarlega
fjallað hjá Ásgrími Angantýssyni (2011). Rannsóknir á íslensku hafa
sýnt að S3 er algengast í tilvísunarsetningum og óbeinum spurn ar setn-
ingum og sjaldgæft í að-setningum en dreifingin í atvikssetningum
er hins veg ar mismunandi (sbr. Ásgrím Angantýsson 2011, Heimi F.
Viðarsson 2014). Þessum þremur flokkum var því haldið að greind-
um. Hegðun atviksorða er einnig misjöfn og því voru aðeins tekin
með svokölluð miðlæg setningaratviksorð, auk neitunar.8
Leiðréttingar á S3 í skólaverkefnum úr Lærða skólanum ná a.m.k.
aftur til 1860 (sjá Heimi F. Viðarsson 2016:157–158) og því má eiga
von á að S3 hafi verið talið óæskilegt mestallan ef ekki allan þann
tíma sem Halldór Kr. Friðriksson kenndi íslensku. Ef notkun S2/S3
er sundurgreind eftir tímabili, útskriftareinkunn, bekk og tegund
setningar má sjá að mjög dregur úr hlutfalli S3, sem fer úr 33,3% niður
í tæp 9% undir lok tímabilsins, og að hlutfall S3 er jafnframt lægst
meðal nemenda með háa útskriftareinkunn og í að-setningum, sbr.
Töflu 3. Vegna þess að ritgerðir úr 1.–3. bekk tilheyra aðallega síðasta
tímabilinu (sjá hér á undan) er ekki óvænt að hlutfall S3 sé lægra þar
en í 4.–6. bekk.
S2 S3 %S3
tímabil
1852–1880 (HKF einn) 72 36 33,3%
8 Sjá nánar um þessa aðgreiningu hjá Ásgrími Angantýssyni (2011:64–67). Auk neit-
unar voru tekin með ao. aldrei, alltaf, ávallt, einatt , stundum og ætíð. Ekki fundust
dæmi með öðrum ao. af þessari gerð.
tunga_19.indb 141 5.6.2017 20:27:55