Orð og tunga - 01.06.2017, Page 155
Heimir van der Feest Viðarsson: Málnotkun sem mælikvarði 145
viðhaft í daglegu tali (sbr. Björn M. Ólsen 1882:283).10 Í umfjöllun um
íslenska málstöðlun hefur verið gert ráð fyrir endurvakningu á hinn
sem greini sem taki við af sá á 19. öldinni (sjá t.d. Kjartan Ottosson
2003:128–130). Leiða má líkur að því að útskúfun greinisins sá eigi
rætur að rekja aftur til tíma Bessastaðaskóla. Finnbogi Guðmundsson
(1960:177) bendir t.d. á að í þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar á
Hóm ers kviðum verði sú þróun að í elstu (skóla)þýðingunum á Ilíons-
kviðu úr Bessastaðaskóla noti Sveinbjörn „að jafnaði“ sá/sú/það sem
greini en að í síðari þýðingum á Ódysseifskviðu (útg. 1829–1840) fari
hann „hins vegar öðrum þræði að nota hinn, hin, hið og smáeykur þá
notkun, unz hún er alger að kalla í síðustu bókunum“.
Þegar komið er í Lærða skólann í Reykjavík er ljóst af skólaritgerð-
um frá 1847–1848 að nemendur hafa lagt sig fram um að nota hinn en
ekki sá þótt síðarnefnda greininum bregði fyrir. Leiðréttingar kennara
á sá sem greini ná a.m.k. aftur til ársins 1852:11
(4) a. Svo er að athuga þær útvortis orsakir, sem geta hindr-
að þann góða ásetning. Það getur svo margt, sem mað-
ur ekki bjóst við, hindrað framkvæmd hins góða ásetn-
ings. (L-1852, 3. bekkur)
b. Fari maðurinn að komast að raun um, að (þessi) trú
hans er rangfærð orðin, en geti þó ekki að skilið það
rjett a og ranga, þá er hætt við, að ... (L-1852, 4. bekkur)
Eins og sést í áframhaldi dæmisins í (4a) gat nemandinn notað sá og
hinn með sama nafnliðnum. Þetta er því mjög skýrt dæmi um ofurtóka
(e. super token) þar sem málnotandi beitir fyrir sig ólíkum afbrigðum
tiltekinnar málbreytu með stuttu millibili. Sýnishorn af leiðréttingu á
sá sést á Mynd 4.
Mynd 4. Undirstrikun kennara á ákv. gr. sá í texta nemanda, sbr. (4b).
10 Um þett a atriði segir: „Übrigens wird hinn als bestimmter Artikel vor Adjectiven
in der Volkssprache nicht gebraucht; der neuisländische bestimmte Artikel ist in
diesem Falle das Pron. demonstr. sá.“
11 Í fyrra dæminu er þreföld undirstrikun í bæði skiptin.
tunga_19.indb 145 5.6.2017 20:27:56