Orð og tunga - 01.06.2017, Side 156
146 Orð og tunga
Tvöföld ákveðni, alls fimm dæmi í fjórum ritgerðum, var flokkuð sem
laus greinir:
(5) hirðuleysi og kæruleysi í orðum eru opt ávextir af ann-
arskonar óráðvendni manna og eins og skuggsjá hins
innra mannsins (BÞÓ-1893:337)
Önnur dæmi voru hið andlega uppeldið, hið andlega miðið, hið harða land-
ið og hin síðustu árin. Sama fyrirbrigði bregður fyrir hjá Halldóri Kr.
Friðrikssyni (1861), t.d. hinar sömu beygingarendingarnar (1861:31), í
hinni fornu tungunni (1861:36) og hin styttri endingin (1861:38), þar sem
hinn er alls staðar greinir, ekki ábendingarfornafn. Tvöföld ákveðni af
þessu tagi er eitt þeirra atriða sem greinir skandinavísku málin að og
hefur jafnan verið talin ótæk í íslensku (sbr. t.d. Höskuld Þráinsson
2007:109–117 og tilv. þar).
Ef við könnum nú hvernig nemendum gekk að „bæla niður“ ákv.
gr. sá í máli sínu (sbr. ummæli Björns M. Ólsens) vekur lágt hlutfall sá
strax athygli, sbr. Töflu 5.
hinn sá %sá
tímabil
1852–1880 (HKF einn) 213 16 7,0%
1881–1895 (HKF o.fl .) 216 11 4,8%
1896–1906 (eft ir HKF) 105 30 22,2%
útskriftareinkunn
Há (ág.–1. einkunn) 339 25 6,9%
Lág (2.–3. einkunn) 132 25 15,9%
Útskrifaðist ekki 63 7 10,0%
bekkur
1.–3. bekkur 123 23 15,8%
4.–6. bekkur 388 34 8,1%
tegund liðar
Greinir–lo.–no. 312 23 6,9%
Greinir–lo. 222 34 13,3%
Tafla 5. Notkun lausa greinisins hinn/sá eftir fjórum breytum.
Til þess að vega þátt skýribreytnanna voru gögnin sett inn í fyrrnefnt
líkan sem föst áhrif, auk slembiáhrifa fyrir einstakling. Breytan bekkur
reyndist ómarktæk og bætti líkanið ekki og því var henni sleppt.
tunga_19.indb 146 5.6.2017 20:27:57