Orð og tunga - 01.06.2017, Page 159
Heimir van der Feest Viðarsson: Málnotkun sem mælikvarði 149
ekki bekkur, sem reyndist hafa forspárgildi. Ég tel líklegast að gögn-
in séu einfaldlega of gisin til þess að báðar þessar skýribreytur komi
út sem marktækar með breytunum þremur og munu frekari rann-
sóknir vonandi geta varpað skýrara ljósi á það atriði. Auk þess er
ekki ósennilegt að námsbreyturnar hafi að hluta til samverkandi
áhrif, a.m.k. er varðar þá sem ekki útskrifuðust sem yfirleitt voru ekki
komn ir í 4.–6. bekk.
Í rannsóknum á málnotkun þar sem („ytri“) félagslegir þættir eru
settir í miðið er afskaplega mikilvægt að tekið sé tillit til („innri“) form-
gerðarlegra/mállegra þátta. Með því að taka mállega þætti með inn í
tölfræðilegt líkan var mögulegt að meta áhrif félagslegu þáttanna á
mun nákvæmari hátt en ella. Það er þá jafnframt forvitnileg niðurstaða
að bæði með lausum greini og stöðu sagnar höfðu formgerðarlegu
þættirnir meiri áhrif á val afbrigðis en aðrir þættir, að einstaklingnum
frátöldum (sbr. S2/S3). Annað atriði, sem ekki var fjallað um hér, er
sú hugmynd að misauðvelt sé að hafa áhrif á ólík svið málfræðinnar
(sjá t.d. Anton Karl Ingason o.fl. 2013, Heimi F. Viðarsson 2014).
Þannig er fn. maður og lausi greinirinn hvort tveggja skýrt bundið við
tiltekin orð en staða sagnar er minna hlutbundin og tengist orðaröð.
Þetta kann að vera skýring á býsna háu hlutfalli S3 meðal nemenda
samanborið við hinar breyturnar tvær.
5 Lokaorð
Málstýring innan Lærða skólans í Reykjavík var víðtæk og náði til
ólíkra sviða, svo sem staf- og greinarmerkjasetningar, orðaforða, setn-
inga- og beygingafræðilegra þátta o.fl. Hún virðist enn fremur hafa
borið töluverðan árangur. Fyrir þessu hafa verið færð rök sem byggj-
ast á völdum óviðurkenndum atriðum (fn. maður, sögn í þriðja sæti,
lausa gr. sá) sem nemendur notuðu almennt lítið í ritgerðum sínum
en að því leyti sem þeir notuðu þau var hægt að benda á fylgni við
námsframvindu (verið skemur í námi) og/eða námsárangur (hlotið
lægri útskriftareinkunn). Hér hafa því verið færð ítarlegri rök en að
aðeins hafi verið bent á lækkun á tíðni í kjölfar neikvæðrar mál fræði-
legrar umræðu (sbr. aðferðafræðilega gagnrýni Hinrichs o.fl. 2015).
Ekki er sjálfgefið að niðurstöðurnar megi heimfæra á málstýringu
almennt því að hafa verður í huga að skólaritgerðir eru um margt
sér stæður vitnisburður um málnotkun. Í raun má segja að það menn-
ingarlega auðmagn sem felst í að tileinka sér viðurkennda málnotkun
tunga_19.indb 149 5.6.2017 20:27:58