Orð og tunga - 01.06.2017, Page 171
Jóhannes B. Sigtryggsson: Samræmdur úrvalsritháttur fornbóka 161
Jón Þorkelsson (1885) +52 +53 +54 +55
Jón Þorkelsson (1898) −56
Jón Þorkelsson (1901) −57 +58 +59
Tafla 1. Stafsetningartilbrigði í ritum Jóns Þorkelssonar.
Stafsetning Jóns hélst ekki stöðug allt þetta tímabil. Í megindráttum,
eins og sést á Töflu 1, var hún hins vegar svipuð alla tíð: Hann greindi
á milli -r/-ur og æ/œ, ritaði è/é og einfaldaði samhljóða á undan öðrum
samhljóða. Frávik frá þessu má líklega oftast skýra með áhrifum rit-
stjórnarstefnu sumra tímarita eða blaða á stafsetningu þess. Í greinum
í Íslendingi eftir Jón frá 1861 (Jón Þorkelsson 1861) og í Norðanfara 1869
(Jón Þorkelsson 1869) ritar hann til dæmis je og alltaf -ur en ekki è og
-r/-ur. Í bókum, sem hann gaf út sjálfur á svipuðum tíma, fylgir hann
hins vegar sinni venjulegu stafsetningu (sjá t.d. Jón Þorkelsson 1863).
Ég fjalla hér á eftir nánar um þrjú þessara atriða: -r/-ur (4.3), æ/œ
(4.4), og einföldun samhljóða á undan öðrum samhljóða (4.5). Um
síðar nefndu tvö atriðin skrifaði Jón ritgerðir (Jón Þorkelsson 1863 og
1901) eins og áður sagði. Ég fjalla einnig stuttlega um það hvort Jón
hafi greint á milli tvenns konar ö-hljóða eftir uppruna (4.6).
4.3 Aðgreining -r/-ur
Upphafsmaður þess að greina skipulega á milli -r og -ur í síðari tíma
stafsetningu er Rasmus Kr. Rask í ritinu Vejledning til det Islandske eller
gamle nordiske Sprog (1811). Það sem helst er frábrugðið í ritun hans á
-r/-ur og hjá Jóni Þorkelssyni er að Rask vill rita u-stofna karlkynsorð
með -ur (völlur, þráður) og einnig iō-stofna kvenkynsorð (brúður) en
Jón ritar þar hins vegar -r sem er í samræmi við ritun í forníslensku.60
Jón Þorkelsson (1863) gerði rækilega grein fyrir dreifingu -r og -ur
í forníslensku í ritinu Um r og ur í niðrlagi orða og orðstofna í íslenzku
og studdi þar mál sitt fjölda dæma. Helstu flokkarnir þar sem -ur er
upprunalegt eru tilgreindir í Töflu 2:
52 ‘höfundrinn’ (189), ‘mállýzkur’ (189)
53 nákvæmlega’ (189), ‘Samstœði’ (189)
54 ‘viðrkendr’ (189), ‘kynt’ (189)
55 ‘sér’ (189)
56 ‘tveimur’ (251), ‘heldur’ (251) (físl. tveimr, heldr)
57 ‘skammur’ (65) (físl. skammr)
58 ‘fi nst’ (65)
59 ‘né’ (75)
60 Rask fj allar rækilega um dreifi ngu -r og -ur í Lestrarkveri handa heldri manna börnum
(Rask 1830:16–18).
tunga_19.indb 161 5.6.2017 20:28:00