Orð og tunga - 01.06.2017, Qupperneq 174
164 Orð og tunga
rr > r69
ss > s70
tt > tt/t71 tt72
Tafla 3. Yfirlit yfir einföldun samhljóða eftir umhverfi, skv. Jóni Þorkelssyni (1901).
Við lok aldarinnar birti Blaðamannafélagið nýjar ritreglur sem voru
tilraun til að koma á sátt í íslenskri stafsetningu (sjá Jón Aðalstein
Jónsson 1959:94–98). Jón Þorkelsson var ásamt Pálma Pálssyni, kenn-
ara við Lærða skólann, blaðamönnum til ráðgjafar um nýjar reglur.73
Í reglum blaðamanna voru samhljóðar almennt einfaldaðir á undan
öðrum samhljóða:
3. Ekki skal tvöfalda samhljóðanda á undan öðrum sam hljóð-
anda í sama atkvæði (bygð, hygni, hnekti, krepti, hvast); þó
skal tvöfölda samhljóðanda (ef framburðr segir svo til) á und-
an fallending, sem byrjar á r eða s, svo og l á undan n, t.d.
gladdra, glöggra, blakkra, allra, skammra, gladds, glöggs,
blakks, alls, skamms; létt ra, létt s; fallna, hellna (en auðvitað:
svalra, falra). Þess ber að gæta, að atkvæði á aldrei að enda á
v; því skal rita: höggva (högg-va).
(Stafsetningar-reglur Blaðamannafélagsins 1898:214)
Athyglisvert er að bera þetta saman við athuganir Jóns Þorkels son-
ar (1901) um einföldun samhljóða. Reglur blaðamanna eru m.a. frá-
brugðnar þeim hvað varðar ritun ll á undan öðrum sam hljóða þar
sem Jón mælti með einföldun (als af allur) en þar sem samkvæmt
reglum blaðamanna átti að rita alls.
69 Jón Þorkelsson (1901:72): „Aðalregla fornmálsins er að einfalda rr fyrir framan
ann an samhljóð, nema þá er það tilheyrir fyrsta samsetningarlið t. d. í orðinu kyrr-
sæti. Slíkar myndir sem kyrrð, kyrrt hefi eg hvergi fundið í fornum bókum.“
70 Jón Þorkelsson (1901:74): „ss einfaldast fyrir framan t í ýmsum sagnorðum af
i-fl okki hinnar veiku beygingar.“
71 Jón Þorkelsson (1901:75): „Í fornum handritum er t ýmist ritað tvífalt eða einfalt
fyrir framan samhljóð. [...] Ýmist er ritað rètlátr eða rètt látr.“
72 Jón Þorkelsson (1901:75): „Rètt ast virðist að rita tvífalt t í slíkum orðum í ný-
íslenzku.“
73 Stafsetningar-reglur Blaðamannafélagsins (1898: 213): „Félagið hafði í ráðum með
sér fyrrum rektor Jón Þorkelsson, dr. phil., og adjúnkt Pálma Pálsson við tilbúning
stafsetningar-reglna sinna.“
tunga_19.indb 164 5.6.2017 20:28:01