Orð og tunga - 01.06.2017, Qupperneq 176
166 Orð og tunga
útgáfu Jóns Þorkelssonar á Gunnlaugs sögu ormstungu. Þar segir
hann meðal annars ([Halldór Kr. Friðriksson] 1880:35): „Þriðja atriðið
er það, að alstaðar er ritað é [í útgáfunni] þar sem vjer nú nefnum je,
og ber útgefandinn það fyrir, að það sje »ætlan sín, að þetta hljóð hafi
upp haf lega verið breitt (langt) e« Hve nær var þetta »upphaflega?«
er það á 13. öldinni? og hver er ástæðan?“ Halldór stóð ranglega í
þeirri trú að upphaflegt hljóðgildi é hefði verið tvíhljóðið je og segir
með al annars ([Halldór Kr. Friðriksson] 1880:36): „Vjer ætlum það
full sannað, að þetta »é« útgefanda sje rjettast ritað »je« í fornritum
vorum, því að þegar í fornum bókum er þetta hljóð einatt ritað »ie«
(= je), og það er sönnun þess, að þá að minnsta kosti hefir hljóð þetta
verið orðið fullskýrt [...].“
Í svari við grein Halldórs, sem birt var í sama blaði, fjallar Jón Þor-
kels son (1880:38) ítarlega um framburð é og sýnir fram á með dæm-
um að upphaflegt hljóðgildi þess hafi verið langt e-hljóð sem hafi
tví hljóðast á 13. og 14. öld og rekur nákvæmlega hvernig hljóð breyt-
ing in breidd ist út.76
Við lok nítjándu aldar upphófust harðar deilur milli Halldórs Kr.
Friðrikssonar og þeirra sem aðhylltust svokallaða blaða manna staf-
setn ingu en það voru tillögur Blaðamannafélagsins, sem stofnað var
árið 1897, til að „koma á einingu“ í stafsetningarmálum eins og áður
getur.77 Í blaðamannastafsetningunni var notað táknið „é“ þar sem
rit að hafði verið „je“ í skólastafsetningunni. Í henni var einnig lögð til
ein föld un samhljóða á undan öðrum samhljóða, til dæmis í orð mynd-
um eins og kendi (þt. et. af kenna), ólíkt skólastafsetningunni þar sem
fylgt var uppruna og stofni, til dæmis kenndi.
Í báðum þessum atriðum var Jón Þorkelsson sammála reglum
blaða manna og ritaði smágrein í Ísafold árið 1898 (Jón Þorkelsson
1898) til stuðnings þeim en Jón hafði, eins og getið var um hér að
fram an, verið blaðamönnum til ráðgjafar um nýjar reglur. Jón eign aði
Kon ráði Gíslasyni þá reglu að rita einfaldan og tvöfaldan sam hljóða
á undan samhljóða eftir stofni eða uppruna eins og gert er í nú tíma-
76 Jón Þorkelsson (1880:38): „Í skinnbókum frá 13. öld er þett a langa e-hljóð mjög
óvíða táknað með ie; sýnist það bera vitni um, að je-framburðrinn hafi byrjað hér
á landi á 13. öld, á einstökum stöðum eða sem einstök mállýzka, eða að minnsta
kosti einhver framburðr, sem var honum líkr, því að eigi er víst að i-ið í ie hafi
í fyrstu verið framborið með skýru j-hljóði. Je-framburðrinn sýnist vera orðinn
nokkuð tíðr á síðara hlut fj órtándu aldar; hann útbreiðist og fœrist í vöxt smátt og
smátt , og virðist vera orðinn almennr hér á landi um 1540 [...].“
77 Stafsetningar-reglur Blaðamannafélagsins. 1898. Nýja öldin 1.54:213–214.
tunga_19.indb 166 5.6.2017 20:28:01