Orð og tunga - 01.06.2017, Page 177
Jóhannes B. Sigtryggsson: Samræmdur úrvalsritháttur fornbóka 167
staf setn ingu.78 Jón Þorkelsson hjó enn í sama knérunn og skrif aði
um einföldun samhljóða í ritgerðinni Einföldun samhljóðanda í fornu
máli (Jón Þorkelsson 1901). Þar fór hann rækilega yfir það, eins og
fjallað var um hér að framan, hve nær samhljóðar voru einfaldaðir í
forníslensku á undan öðrum sam hljóða. Þetta var það síðasta sem
birtist eftir Jón á prenti. Líklegt er að hvati þessarar ritgerðar hafi
verið stafsetningardeila Halldórs og blaða manna árið 1898.
6 „Samræmdur úrvalsritháttur fornbóka“ –
fornritastafsetning
En hvað skýrir stafsetningu Jóns Þorkelssonar, við hvað studdist
hann? Hvað eiga þessar stafsetningarvenjur hans sameiginlegt? Við
fyrstu sýn virðist sem hann fylgi upprunastafsetningu. Málið er þó
flóknara en það og ég held að nákvæmara sé að segja að Jón hafi haft
stafsetningu elstu og bestu handrita sem fyrirmynd eða grunn eins og
Jóhannes L.L. Jóhannsson (1921–1922:125) hafði bent á („samræmdur
úrvalsritháttur fornbóka“). Hugmyndir Jóns um þetta koma best fram
í upphafi ritgerðar hans um einföldun samhljóðanda í fornu máli. Þar
segir Jón (1901:64): „Í stað þess að fylgja þessari gjörræðilegu reglu
[þ.e. að rita eitt eða fleiri samhljóð eftir uppruna] hefði hann [þ.e.
Konráð Gíslason] átt að rannsaka rithátt hverrar einstakrar orð mynd-
ar eftir hinum elztu og beztu handritum og draga þar út af al menn-
ar reglur um samræmda stafsetning.“ Þarna sést skýrt afstaða Jóns
til stafsetningar: Samræmda stafsetningu á að leiða af rannsókn orð-
mynda í elstu og bestu handritum.
Þetta viðhorf til stafsetningar leiddi stundum til þess að Jón hafði
sama rithátt og þeir sem aðhylltust upprunastafsetningu, til dæmis
hvað varðar táknun /é/, en stundum sama rithátt og þeir sem studdust
meir við framburð, til dæmis hvað varðar einföldun samhljóða. Þetta
var því hvorki upprunastafsetning, eins og skólastafsetning Hall dórs
Kr. Friðrikssonar, né framburðarstafsetning, eins og Fjölnis staf setn-
ing Konráðs Gíslasonar, heldur fornritastafsetning. Munur upp-
runa staf setn ing ar og fornritastafsetningar sést skýrast á reglum um
ein föld un sam hljóða á undan öðrum samhljóða. Þeir sem aðhylltust
rétt rit un byggða á uppruna voru á móti því að einfalda samhljóða í
78 Jón Þorkelsson (1898:251): „Það er K. G., sem hefi r búið til myndirnar kyrrð, kyrrt,
og H. Fr. hefi r tekið þær upp með velþóknan.“
tunga_19.indb 167 5.6.2017 20:28:02