Orð og tunga - 01.06.2017, Page 193
Anton Karl og Einar Freyr: Um af-liði í ópersónulegri þolmynd 183
b. Um það, hverninn höndlað var við fólkið af illum
mönnum, sem fangað var og í múrhúsið inn látið,
útrekið og á skip haft. (Bls. 60)
c. […] og ekki er þar annað drukkið en volgt mýrarvatn,
sem víða er inntekið í húsunum, og ekki öðruvísi en á
gólfinu legið af vel flestum dýnulaust, en vænir felldir
yfir og undir, þó eg hafi lítið af þeim að segja. (Bls. 76–
77)
Í (21) getur að líta dæmi um af-lið í ópersónulegri þolmynd úr öðrum
17. aldar texta, Píslarsögu séra Jóns Magnússonar.
(21) [...] hvað áður lá í hylmingu á meðan minn kvalatími
yfirstóð sem vorkunn er allhægt fyrir að bera meðan
búið er að þessa lands lagarétti, slíkum og þvílíkum sem
nú er af velflestum uppáhaldið [...] (Bls. 78)
Sambærilegir af-liðir koma einnig fyrir í 18. aldar textum í trjá bank-
an um. Dæmi (22) er úr Vídalínspostillu (Jón Þorkelsson Vídalín 1718–
1720)9 og dæmi (23) úr Biskupasögum Jóns prófasts Halldórssonar í Hít-
ar dal.
(22) [...] og má eg meðkenna að þar verður ekki umtalað af
mér á nokkurn veg svo sem vert er og ekki af nokkurri
syndugri tungu. (Bls. 555)
(23) Er því hlaupið til af mörgum og forvitnast, hvað í efnum
sé. (Bls. 100)
Svona liðir eru sjaldgæfir í yngri textum trjábankans en þó fannst (24)
í Ofsa Einars Kárasonar.
(24) Sem yður var ljóst áður en ég lagði upp í ferð mína hing-
að þá er Gissur Þorvaldsson, í fjarveru Þórðar Sig hvats-
sonar kakala, sá maður sem mest er horft til af hér lands-
mönnum sem höfðingja og valdsmanns, og á það jafnt
við um vini hans og óvini. (Bls. 60)
Dæmið er reyndar óvenjulegt í sögulegu tilliti vegna þess að þessi
saga er fornsaga sem rituð er í nútímanum.10 Engu að síður má telja
9 Blaðsíðutal miðast við útgáfu Gunnars Kristjánssonar og Marðar Árnasonar frá
1995.
10 Það er þó ekki öruggt að um sé að ræða af-lið sem vísar til geranda í (24) en
forsetningarliðurinn gæti verið hluti nafnliðar, þ.e. sá maður af hérlandsmönnum
sem mest er horft til (sem sagt sá maður á Íslandi sem mest er horft til). Hér skrifar
Heinrekur Hólabiskup Noregskonungi bréf og lýsir aðstæðum á Íslandi. Dæmið
má hæglega skilja þannig að vinir Gissurar jafnt sem óvinir séu hérlandsmenn sem
tunga_19.indb 183 5.6.2017 20:28:05