Orð og tunga - 01.06.2017, Page 194
184 Orð og tunga
frekar ólíklegt að þennan af-lið megi rekja til þess að höfundur sé að
reyna að fyrna mál sitt enda hefur þessi setningagerð ekki augljóslega
neinn fornlegan blæ yfir sér. Hún er einfaldlega sjaldgæf á öllum tím-
um íslenskrar málsögu.
Í sögulega íslenska trjábankanum er u.þ.b. milljón lesmálsorða og
eins og hér hefur verið rætt fundust þar nokkur dæmi um af-liði í
ópersónulegri þolmynd. Þó að dæmin séu ekki mörg finnst okkur
ekki trúlegt að þau endurspegli mistök höfunda sinna. Þau benda
frek ar til þess að formgerðin sé möguleg þó að hún komi sjaldan fyrir.
Fæð dæmanna er einnig til marks um mikilvægi þess að hafa yfir full-
komn um málheildum að ráða. Með því að nota sögulega íslenska trjá-
bank ann er hægt að sækja öll dæmi, sem skipta máli, fyrirvaralaust
með einfaldri fyrirspurn. Slíkt er talsvert fýsilegri aðferð en að lesa
handvirkt í gegnum eina milljón orða og reyna að taka eftir þeim fáu
dæmum sem skipta máli.
Málheildir eru gagnlegri eftir því sem þær innihalda fullkomnari
greiningu og eftir því sem þær eru stærri. Að sumu leyti getur stærð
bætt upp fyrir það þegar greiningu vantar og veraldarvefurinn er
dæmi um gríðarstóra málheild sem er ógreind. Einföld textaleit er ekki
hentugasta verkfærið til að leita að mynstri eins og af-lið í óper sónu-
legri þolmynd en okkur tókst þó að finna ýmis dæmi, til dæmis með
því að leggja áherslu á ópersónulega þolmynd fastra orðasambanda
þar sem sögn tekur með sér forsetningarlið. Með því að leita að
strengn um „undir bagga af“ má finna dæmi um orðasambandið að
hlaupa undir bagga þar sem gerandi kemur fram sem af-liður. Google-
leitarvélin var notuð í þennan hluta athugunarinnar. Fyrstu dæmin
eru úr þingræðum af vef Alþingis. Þessi dæmi passa ágætlega við
þá hugmynd, sem nefnd var hér að ofan, að af-liðir í íslensku séu oft
eðlilegri ef gerandinn er fyrirtæki, stofnun eða eitthvað álíka frekar
en mannvera.
(25) Þar er hlaupið undir bagga af löggjafarvaldinu og fjár-
veit ing arvaldinu og boðið fram fé til þess að búa í hag-
inn fyrir þá útkomu, sem kann að fást [...]
(Magn ús Jónsson á Alþingi, 12.04.1943;
http://www.al thingi.is/altext/61/r_
txt/1001.txt)
horfi til hans sem höfðingja og valdsmanns. Hvort sögulegi íslenski trjábankinn,
IcePaHC, hefur að geyma nútímamálsdæmi um af-lið í ópersónulegri þolmynd
eða ekki skiptir ekki höfuðmáli; við höfum bent á að slík dæmi fyrirfinnast í
málinu, einnig nútímamáli, og við teljum slík dæmi tæk.
tunga_19.indb 184 5.6.2017 20:28:05