Orð og tunga - 01.06.2017, Side 206
196 Orð og tunga
víkurborgar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness og þau
nöfn sem oft koma fyrir á kortum og í skjölum. Ensku nöfnin voru
gefin án nokkurrar málstýringar af hálfu Íslendinga (sbr. Ara Pál
Kristinsson 2010:1–2) og hafa sérstöðu innan örnefnaforðans á Íslandi.
Í greininni ræði ég hluta ensku örnefnanna og skýri tilurð þeirra.
Fyrirmyndir fyrstu nafnanna, sem Bretarnir gáfu, má oft rekja til
örnefna í Englandi og Skotlandi. Bandarísku hermennirnir notuðu
einnig bresku nöfnin en bættu við nafngiftum sem gjarna vísuðu til
ákveðinna þekktra einstaklinga. Um mörg nafnanna hefur áður verið
fjallað, ekki síst kampanöfnin, m.a. hjá Sævari Þ. Jóhannessyni (sjá
Sævar Þ. Jóhannesson, án ártals, og Pál Lúðvík Einarsson 1990).
Örnefnafræði er margslungin fræðigrein sem styðst við málfræði,
orðsifjafræði, landafræði og sögu svo að eitthvað sé nefnt. Greinin er
hugsuð sem sögulegt og landfræðilegt framlag til örnefnafræðinnar
hvað varðar Innnesjasvæðið við Faxaflóa. Á íslensku er þessi þáttur
örnefnafræði nefndur staðfræði eða svæðislýsing.
Skipulag greinarinnar er þannig að í 2. kafla er sagt frá hernáminu
almennt og hernaðarþýðingu Innnesja, í 3. kafla er sagt frá örnefnum
á ýmsum hernaðarlega mikilvægum svæðum og í 4. kafla frá nöfnum
á ýmsum leiðum og í herskálahverfum. Í köflunum eru jafnframt
greindir herfræðilegir þættir sem sýna mikilvægi þess að hafa örnefnin
á skiljanlegu máli fyrir þá sem ekki réðu við íslensku heitin.3 Í 5. kafla
eru lokaorð. Greininni fylgir skrá um erlendu heitin og innlend heiti
með erlendum rithætti, ásamt staðsetningu þeirra (Tafla 1), sem og tvö
brot úr bandarísku herkorti af svæðinu (Myndir 1–2).
2 Hernám á Innnesjum
2.1 Seltjarnarneshreppur og Álftaneshreppur
Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir nesið á milli Kollafjarðar og
Skerjafjarðar og allt til fjalla. Sjálft Seltjarnarnesið, sem hreppurinn er
kenndur við, er nesið á milli Fossvogs og Grafarvogs og því umtalsvert
stærra en sveitarfélagið sem enn er kennt við það og er yst á nesinu.
Reykjavík í hinum forna Seltjarnarneshreppi fékk kaup stað ar-
rétt indi 18. ágúst 1786. Tuttugu og fimm lögbýli innan hins forna
hrepps tilheyra nú Reykjavík en þau lögbýli í honum, sem eru inn-
3 Upplýsingar mínar um herfræðilega þætt i hernámsins eru að mestu komnar frá
viðtölum við Ragnar Stefánsson ofursta árin 1962 og 1963.
tunga_19.indb 196 5.6.2017 20:28:07