Orð og tunga - 01.06.2017, Page 207
Guðlaugur R. Guðmundsson: Erlend nöfn á Innnesjum 197
an Kópavogsbæjar, mynduðu fyrst sjálfstætt sveitarfélag, Kópa vogs-
hrepp, árið 1948. Þá varð einnig til Seltjarnarneshreppur hinn nýi.
Kópavogshreppur fékk kaupstaðarréttindi 11. maí 1955. Garða hrepp-
ur varð til er Álftaneshreppi hinum forna var skipt 1878 í Bessa staða-
hrepp og Garðahrepp. Frá og með 1. janúar 1976 hét Garðahreppur
Garða bær. Samþykkt var í atkvæðagreiðslu 20. október 2012 að sam-
eina Garðabæ og Álftanes (gamla Bessastaðahrepp). Hafnarfjörður
til heyrði Garðahreppi þar til hann varð sérstakt lögsagnarumdæmi
með kaupstaðarréttindum 1. júní 1908.
Þegar breski herinn kom í maímánuði 1940 voru jarðirnar Kópa-
vogur, Digranes, Fífuhvammur, Vatnsendi, Gunnarshólmi, Geirland
og Lækjarbotnar innan hreppamarka Seltjarnarneshrepps hins forna.
2.2 Hernaðarþýðing Innnesja
Reykjavík og nágrenni hafði mikla hernaðarþýðingu í styrjöldinni og
Inn nes því í brennipunkti hjá hernum. Hæðirnar í nágrenni Reykja-
vík ur og leiðirnar úr höfuðborginni voru mikilvægar. Herstöðv arn ar
í Seltjarnarneshreppi hinum forna teygðu anga sína allt að rótum Víf-
ils fells. Sandskeiðið, sem hugsanlegur lendingarstaður þýskra flug-
véla, hlaut strax mikla athygli breska flughersins. Sandskeiðið er á
af rétti Lækjarbotnajarðar. Bretar reistu loftvarnarbyssuvígi á Kópa-
vogs hálsi haustið 1940 og höfðu einnig smærri loftvarnarbyssur á
Kársnesi. Vígin voru hluti af varnarkerfi flugvallarins í Reykjavík.
2.3 Breska hernámið
Áætlun Breta um hernám Íslands var nefnd „Operation Fork“.4 Sam-
kvæmt áætluninni voru hafnarsvæðin í Reykjavík og Hvalfirði tekin
fyrsta daginn og tveir hugsanlegir lendingarstaðir óvinaflugvéla,
Sand skeið og Kaldaðarnes. Fyrstu aðalstöðvar hersins voru í Mennta-
skól an um í Reykjavík en voru síðar fluttar inn að Elliðaám í Camp
Ala baster en breska herliðið gekk í fyrstu undir heitinu „Alabaster
Force“.
Fjölmargir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi og
því var þeim nærtækt að nefna íslensk kennimerki eftir bæjarnöfnum
og öðrum heitum í heimahéruðunum. Ensku heitin þurftu að vera
kunnugleg og auðveld í framburði svo að ekki gætti neins vafa.
4 Tangarsóknarlíkingin er komin úr skákmáli og merkir að tveimur tafl mönnum er
hótað í einu (Eggert Þór Bernharðsson 2000:9).
tunga_19.indb 197 5.6.2017 20:28:07