Orð og tunga - 01.06.2017, Síða 211
Guðlaugur R. Guðmundsson: Erlend nöfn á Innnesjum 201
3.2 Hæðir á Seltjarnarnesi
Á hæðunum umhverfis Reykjavíkurhöfn og flugvöllinn var varnar-
virkjum komið fyrir og voru mörg hver niðurgrafin.
Einn fyrsti breski kampurinn var reistur á Skólavörðuholti. Orðið lá
ekki vel fyrir Bretanum í framburði og kölluðu þeir holtið Skipton Hill
og braggahverfið Camp Skipton. Kampurinn var nefndur eftir heimabæ
her sveitarinnar „The Duke of Wellington’s Regiment“ í Norður-York-
shire. Eitt herfylki hennar hafði aðalstöðvar á Skólavörðuholti.
Valhúsahæðina kölluðu Bretar Keighley Hill og kampinn Camp
Keighley. Keighley er bær í Vestur-Yorkshire á Englandi þangað sem
hersveitin „The West Yorkshire Regiment“ átti rætur að rekja. Liðs-
menn hennar tóku sér stöðu á Seltjarnarnesi.
Laugarásinn, Pimple Hill, Grensásinn, Casement Hill, og Rauðar ár-
holt, Tower Hill, mynduðu eins konar varnarbyrgjamúr fyrir austur-
hluta hafnarsvæðisins og flugvöllinn.7 Pimple Hill er hæð í enska hér-
að inu West Midlands, skammt frá Birmingham. Casement Hill hefur
svipaða merkingu og íslenska örnefnið Skyggnir. Tower Hill er þekkt ur
staður skammt fyrir utan London.
Gamla leiðin úr Reykjavík yfir Skólavörðuholt lá að Háaleiti8 sem
var smáhæð í skarðinu milli Öskjuhlíðar, Howitzer Hill, og Minni-
Öskju hlíðar,9 Red House Hill. Howitzer var varnarbyssa (samkvæmt
ensk um orðsifjabókum á enska orðið howitzer rætur í tékkneska orð-
inu houfnice sem merkir ‘að slöngva’). Rauða golfskálabyggingin, sem
Golfklúbbur Íslands reisti 1937, rétt norðvestan við hús Veður stof-
unn ar, skýrir nafnið Red House Hill.
3.3 Að Elliðaám
Austan við Háaleiti í skarðinu milli Öskjuhlíðar og Minni-Öskjuhlíðar
skiptust leiðir. Önnur lá um Bústaðaholt, Handley Ridge, að Elliðaánum,
Salmon River. Handley er smábær í Great Boughton-héraði í Cheshire á
Englandi og þar er einnig örnefnið Handley Ridge.
Gamli Bústaðavegur er nefndur á kortum hersins Edward Road.
7 Friðþór Eydal telur að örnefnið Tower hill (Rauðarárholt) vísi til turnspíru Sjó-
manna skólans.
8 Ekki sama nafnið og nú er þekkt.
9 Örnefnið Minni-Öskjuhlíð kemur fyrst fyrir á Reykjavíkurkorti Björns Gunn laugs-
sonar frá 1850. Hæðin hefur einnig verið nefnd Golfskálahæð, Litlahlíð og Litla-
Öskjuhlíð og þar er nú Veðurstofan.
tunga_19.indb 201 5.6.2017 20:28:08