Orð og tunga - 01.06.2017, Page 215
Guðlaugur R. Guðmundsson: Erlend nöfn á Innnesjum 205
Sunnan Smalaholts og Rjúpnahlíðar lá Flóttamannavegur sem svo
hefur stundum verið nefndur, Back Road, að Vífilsstöðum. Hjáleið frá
Flóttamannavegi, norðan við Kjóavelli, er nefnd Hunt Road.
Á stríðsárunum var lítið herskálahverfi og loftvarnarbyrgi á Víg-
hóli (Víghólum) á vegum bandaríska flughersins. Búðirnar voru þar
sem Digraneshæðina, Whale Hill, ber hæst. Þær voru annars veg ar
á milli núverandi gatna, Melaheiðar og Lyngheiðar, og austan við
Bjarnhólastíg og Víghólastíg hins vegar. Herskálabyggðin var köll-
uð Camp Catherine. Búðirnar fengu nafnið eftir eiginkonu fyrsta yfir-
manns ratsjárstöðvarinnar (Friðþór Eydal 2013:20).
Á stríðsárunum var byggður herskálakampur rétt austan við
Meltungu og við Blesugróf og var hann nefndur New Mercur Dump
(New Mercur Camp). Nafnið gæti hugsanlega verið tengt New Mercur-
svæðinu í Utah í Bandaríkjunum sem einnig er kallað Mercur District
og Camp Floyd District. Í Bandaríkjunum voru svæði þar sem losa
mátti eiturefni eins og kvikasilfur (e. mercury) kölluð Mercury Dump.
Kampurinn var á mörkum jarðanna Digraness, Bústaða og Breiðholts.
Stærsti hluti búðanna var innan marka Reykjavíkur. Þar var lengst af
birgðastöð fyrir skotfæri.
Vestan við New Mercur Camp og sunnan við bæinn Bústaði var
önnur birgðageymsla hersins sem nefnd var Salmon River Dump (Þór
Whitehead 2002:125). Kampurinn var í landi Bústaða.
Í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar (Rjúpnadalahlíðar, Rjúpnadalshlíðar,
Rjúpnahæðar), Bare Hill, og nyrst á Kjóavöllum var herskálahverfi
og birgðageymsla bandaríska hersins á árunum 1943 og 1944, Hunt
Delaware, sem áður var getið. Delaware er eitt af ríkjum Bandaríkjanna
á austurströndinni. Í Rjúpnahlíð, milli Smalaholts og Hörðuvalla, var
reist fjarskiptasendistöð sumarið 1943.
Í Leirdal í landi Fífuhvamms, í lægðinni milli Hnoðraholts, Sel-
hryggs og Smalaholts, var skotfærageymsla, Hilton Ammo Dump (Loho
Bomb Dump). Vegur lá frá Fífuhvammi að svæðinu og er merktur á
kortum hersins frá 1943 en ekki með nafni. Á stríðsárunum fl æddi
vatn inn á sprengjugeymslusvæðið og var sprengjugeymslan þá færð
ofar þar sem þurrara var.
Stærsti kampurinn í landi Fífuhvamms var þar sem nú er Gróðrar-
stöðin Storð við Dalveg, Camp Hilton. Herbúðirnar voru reistar
haust ið 1941 sem aðalstöðvar og þjónustumiðstöð loft - og strand-
varn ar byssufylkis. Í Camp Hilton bjuggu hermenn sem sáu um loft -
tunga_19.indb 205 5.6.2017 20:28:10