Orð og tunga - 01.06.2017, Síða 216
206 Orð og tunga
varnarstöðina á Fálkhóli,11 Arlington Hill, í Breiðholti og loft varn ar-
stöð ina Fox-Batt ery á Bústaðaholti, Handley Ridge.
4.3 Herleiðir og herbúðir í landi Vatnsenda
Fyrstu herbúðir Breta, kenndar við Vatnsenda, voru í þeim hluta Sel-
tjarnarneshrepps sem varð Kópavogshreppur árið 1948. Búðirnar
voru reistar fyrir 30 manna fótgönguliðsflokk úr herfylkinu „1/5 Bat-
talion, Duke of Wellington Regiment“, við loftskeytasendistöð Lands-
síma Íslands í Vatnsendahvarfi skömmu eftir hernámsdaginn 10. maí
1940 (Friðþór Eydal 2013:1).
Þær hæðir, sem höfðu mest gildi fyrir herinn, lágu norðan og vestan
við Elliðavatn í landi Vatnsenda: Breiðholtshvarf, Baldurshagi Hill,
Vatns enda hvarf, Vatnsendi Ridge, og Vatnsendahlíð, Vatnsendahlidh.
Vest an og sunnan hæðanna voru mikilvægar herbúðir og sprengju-
geymslur, einkum í Leirdal og á Kjóavöllum.
Aðalleið hersins lá frá krossgötunum Charing Cross, sem voru rétt
við Bústaðabæinn, og vestan við Vesturkvísl, West Fork, Elliða ánna,
Salmon River. Herleiðin lá í suður um Breiðholtsland, aust an við
Fálk hól, Arlington Hill. Þaðan lá hún inn í Vatnsendaland og að út-
varps stöðvarhúsinu á Vatnsendahvarfi. Þá var stutt í aust ur að Flótta-
manna vegi, Back Road, sem lá um Vatnsendaland frá Dimmu vaði að
Rjúpna hlíð. Frá Flótt amannavegi ofan við Vatnsendabæinn var unnt
að fara suður fyrir Elliðavatn og Þingnes, Thingnes, eft ir gamalli leið,
Þingnesslóð, Langvatn Trail, að Elliðavatnsbænum í landi Reykjavíkur.
Frá Vatnsendahvarfi (Vatnsendahæð) var unnt að sjá helstu sam-
göngu leiðir á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum. Frá Charing
Cross lá Útvarpsstöðvarvegur, Vatnsendi Road, að Vatnsendahvarfi.
Herbúðirnar, sem reistar voru fyrir fótgönguliða á Hörðuvöllum
milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar árið 1942, voru nefndar Camp
Wade, eftir bandarískum hermanni sem féll á Filippseyjum árið 1942.
Í þeim voru alls 104 braggar.
Þrír braggar, Sandahlid Hut Site, voru byggðir árið 1943 fyrir mið-
stöð í miðunarkerfi fyrir flugvélar Bandaríkjahers uppi á Sanda hlíð,
suðaustan við Kjóavelli.
11 Fálkhóll er nefndur Scapegoat Hill á kortum bresku herstjórnarinnar frá 1940.
Nafnið hefur líklega breyst með komu Bandaríkjamanna til landsins.
tunga_19.indb 206 5.6.2017 20:28:10