Orð og tunga - 01.06.2017, Síða 217
Guðlaugur R. Guðmundsson: Erlend nöfn á Innnesjum 207
4.4 Hernaðarumsvif við Selfoss Road
Frá Elliðaárósi, Salmon Inlet, lágu mikilvægar leiðir í austur og suður.
Vesturlandsvegur, Alafoss Road, og Suðurlandsvegur, Selfoss Road,
lágu í austur frá Elliðaánum.
Bandarísk ratsjársveit var í Camp Hickam í Ártúnsbrekku. Horace
Meek Hickam var ofursti og frumkvöðull í flugmálum í Banda ríkj-
unum. Hann fórst í flugslysi 5. nóvember 1934. Flugvöllurinn í Pearl
Harbor var skírður Hickam Field þegar hann var opnaður 31. maí 1935.
Ratsjársveitin flutti í nýjar búðir, Camp Tinker, í Rauðhólum vorið 1943.
Þaðan var loftvörnum stjórnað til ársins 1944 en þá fluttist starfsemin
til Keflavíkurflugvallar. Selfoss Road lá við Rauðavatn, norðan við
Rauð hóla, Red Lava Pits. Frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn lá
Flótta mannavegur, Back Road, í suður að Vatnsenda og Vífilsstöðum.
Bærinn Hólmur er austan við Rauðhóla og norðan við veginn er
Hólmsheiði. Þar voru á stríðsárunum þrír kampar, Jeffersonville, Ab-
erdeen og Waterloo. Thomas Jefferson var forseti Bandaríkjanna 1801–
1809. Aberdeen er borg og skíri í Skotlandi. Við Waterloo í Belgíu sigr-
aði yfirhershöfðinginn Wellington keisarann Napóleon sunnu daginn
18. júní 1815.
Selfoss Road lá síðan í austur um land Gunnarshólma, Geirlands og
Lækjarbotna. Á leiðinni austur voru búðir reistar árið 1940 á hæðinni
neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum. Suðurlandsvegur liggur
nú yfir gamla bæjarstæðinu. Þar var birgðageymsla og geymslusvæði
fyrir skotfæri breska hersins. Svæðið var afmarkað með um tveggja
metra háum garði sem hlaðinn var úr hraunhellum.12 Þar rak herinn
stórt bakarí sem var nefnt Logberg Bakery. Bandaríkjaher tók við rekstri
birgðastöðvarinnar og bakarísins árið 1942 og rak hvort tveggja til
haustsins 1943 (Friðþór Eydal 2013:38).
Svifflugfélag Íslands fékk árið 1938 leyfi til að jafna land fyrir flug-
svæði og byggja flugskýli á afrétti Seltjarnarneshrepps þar sem heitir
Sandskeið. Við hernám Breta og síðar hersetu Bandaríkjamanna var
hluti af Sandskeiði tekinn undir skotæfingar og var það nánast allt
sundurskotið á hersetutímanum. Sunnarlega á Lakheiði (Lakaheiði)
á sléttlendinu í Lakadal, sem er á afrétti Lækjarbotnajarðar, geymdi
breski herinn þegar árið 1940 stæður af bensínbrúsum og bensín tunn-
um sem var dreift vítt um svæðið. Hersvæðið í Lakadal var kallað
Sandskeid Dump (Sandskeid Depot). Hersvæðið var rétt austan við mörk
12 Upplýsingar mínar um Lögbergssvæðið eru komnar frá Sverri Ólafssyni við-
skipta fræðingi (f. 1938).
tunga_19.indb 207 5.6.2017 20:28:10