Orð og tunga - 01.06.2017, Page 226
216 Orð og tunga
til mennta- og menningarmálaráðuneytis 5. apríl 2016 (Íslensk mál-
nefnd 2016a). Eftir gildistöku auglýsingarinnar lét málnefndin hanna
nýtt pdf-skjal (67 bls.) með ritreglunum (Íslensk málnefnd 2016b).
Engar grundvallarbreytingar urðu á íslenskri stafsetningu með til-
komu nýju ritreglnanna. Stafsetningin er eftir sem áður reist fremur
á uppruna en framburði: aðgreining y, ý, ey og i, í, ei; aðgreining n og
nn í áherslulausum atkvæðum; stofnreglunni svonefndu er fylgt (t.d.
grimmd með mm, sbr. grimmur) og þar fram eftir götunum.
Enda þótt ekki hafi verið um að ræða neinar grundvallarbreytingar
frá þeim stafsetningarreglum sem áður giltu er mjög margt hér skýrar
fram sett og nánar útfært frá því sem var í auglýsingunni frá 1974
og breytingum á henni 1977. Í því efni virðist nokkuð byggt á þeim
ritreglum sem teknar voru saman í Íslenskri málstöð á vegum Íslenskr-
ar málnefndar fyrir rúmum áratug og birtust í Stafsetningarorðabókinni
sem málnefndin gaf út 2006. Markmið þeirra ritreglna var að skýra
eftir föngum og fylgja eftir þágildandi auglýsingu ráðherra um ís-
lenska stafsetningu og leitast við að bæta framsetningu hennar, m.a.
með fjölda dæma.
Efnislegar breytingar 2016, frá auglýsingunni 1974, með breyting um
1977, eru sem sé í raun frekar litlar (sbr. einnig Jóhannes B. Sigtryggs-
son 2016) en þær varða þá helst ritun lítils og stórs upphafsstafs í
stöku tilfellum (svo sem heiti fylgismanna stjórnmálaflokka: áður
sjálfstæðismaður en nú Sjálfstæðismaður) og ritun í einu eða fleiri orðum
(m.a. að orðasambönd með konar og kyns skuli nú eingöngu rita í
samræmi við uppruna, þ.e. hvert orð út af fyrir sig, og að meðfram
skuli nú rita í einu orði, þ.e. á sama hátt og áfram og umfram).
Heimildir
Auglýsing um íslenska stafsetningu nr. 132/1974.
Auglýsing um íslenska stafsetningu nr. 261/1977.
Auglýsing um setningu íslenskra ritreglna nr. 695/2016. 6. júní 2016. https://
www.menntamalaraduneyti.is/media/frettatengt2016/Auglysing-um-
islenskar-ritreglur.pdf
Auglýsing um setningu íslenskra ritreglna nr. 695/2016. 10. ágúst 2016. Stjórn-
artíðindi. B-deild. www.stjornartidindi.is
Íslensk málnefnd. 2016a. Ritreglur. http://islenskan.is/ritreglur-im
Íslensk málnefnd. 2016b. Ritreglur. Auglýsing mennta- og menning ar mála ráðu-
neytis nr. 695/2016 með leiðréttingum. http://islenskan.is/images/ritreglur-
IM-2016.pdf
tunga_19.indb 216 5.6.2017 20:28:12